Skoska öskubuskuævintýrið heldur áfram



Þó að skoska öskubuskan Susan Boyle hafi tapað í Britain´s Got Talent mun frægðarsól hennar eflaust ljóma lengur. Ég man ekki eftir ein kona hafi orðið frægari en Susan Boyle fyrir það eitt að taka þátt í hæfileikakeppni. Hún varð heimsfræg á einni nóttu og var í jafn ólíkum sjónvarpsþáttum og spjallþætti Opruh Winfrey og spjallþætti Adam Boulton á Sky og allt þar á milli.

Ég held að almenningur hafi dáðst mest af einlægum hæfileikum hennar. Athyglin varð samt einum of þegar leið á og ég undrast ekki að hún hafi beygt af og misst stjórn á sér. Kannski eyðilagði það fyrir henni möguleikana að vinna og kannski varð hún of umdeild og álitin of sigurviss eftir því sem á leið. Vonlaust að meta það hvort það var eitthvað eitt sem eyðilagði sigurmöguleikana.

En hún var samt alveg yndisleg í gærkvöldi þegar hún söng aftur I Dreamed a Dream úr Les Miserables. Einlægt og traust.

Flott skopmynd Peter Brookes
Breski skopmyndateiknarinn Peter Brookes í Times náði að rissa vel upp frægð skosku öskubuskunnar og líkja henni við annan Skota, breska forsætisráðherrann Gordon Brown í vikunni. Þessi smellna skopmynd talar sínu máli. :)

mbl.is Boyle fær hundruð milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrkeypt stefnumót á Manhattan

Michelle og Barack Obama
Mér finnst það nú frekar vanhugsað hjá Barack Obama að gera sér sérstaka ferð til New York til að fara á stefnumót með konunni sinni, út að borða og í show á Broadway, sérstaklega á þessum erfiðu tímum í efnahagsmálum. Hefði skilið þetta ef hann væri að fara til New York í einhverjum embættiserindum. Sérstök ferð á Manhattan til að njóta lífsins lítur því miður út eins og algjört snobb, elítuismi sem passar frekar illa sérstaklega nú.

Bandarískir kjósendur ákváðu að kjósa Obama á síðasta ári þrátt fyrir augljós einkenni elítuisma á honum og kosningamaskínu hans. Margoft var hann sakaður um snobb og að vera fjarlægur almúgafólki og skynja ekki vandamál þeirra; bæði af Hillary Rodham Clinton og John McCain. Sú gagnrýni var fjarri því bara frá repúblikunum heldur mun frekar frá demókrötum inni í gamla kjarnanum í flokknum.

Óneitanlega dettur manni fyrst í hug varnaðarorð gömlu demókratanna sem fannst Obama vera of fjarlægur til að skynja vanda almúgafólks. Þessi ferð til New York er eiginlega of snobbleg til að teljast innlegg inn í pólitíska umræðu en eflaust verður hún sett í pólitískt samhengi þrátt fyrir það.

mbl.is Obamahjónin á stefnumót á Broadway
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðin eftir skjálftunum á Suðurnesjum



Óþægileg tilfinning fyrir íbúa á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu að vita að nær öruggt sé að skjálftavirknin haldi áfram. Vonandi er þó það versta afstaðið. Af mörgum innlendum klippum af skjálftanum fyrir ári, 29. maí 2008, finnst mér þessi úr eftirlitsmyndavél Atlantsolíu einna best. Fyndnast að sjá að maðurinn heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist.



Þessi klippa úr Shell-skálanum í Hveragerði er engu síðri og sýnir vel hversu mikil áhrif skjálftinn hafði á fólkið.

mbl.is Grindvíkingar geri ráðstafanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband