7.5.2009 | 21:13
Siðferðið í Kópavogi
Ég hef áður talað fyrir siðferði í stjórnmálum. Án þess eru menn mjög viðkvæmir og varla traustsins verðir. Á þessum tímum skiptir aukið siðferði enn meira máli en venjulega, þó vissulega sé siðferði aldrei aukaatriði og eigi ekki að vera. Eðlilegt er að hugleiða hvernig þeir vinna í öðrum málum sem standa svona að verki.
![]() |
Kom verulega á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 20:40
Dómaraskandall á Stamford Bridge
Þessi dómari var allavega ekki að gera sig og gremjan mjög skiljanleg í London, þó ekki bæti það neitt að hóta dómaranum lífláti. Það var allavega mjög undarlegt hvernig dæmt var og hlýtur að opna á samsæriskenningar. Eiður má svo eiga það að vera sá séntilmaður að gleðjast ekki yfir óförum fyrrum félaga í Chelsea. Ég held reyndar að meira að segja svörnum andstæðingum Chelsea hafi sviðið framkoman í gærkvöldi.
![]() |
Eiður Smári: Vildi ekki fagna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.5.2009 | 14:12
Norska sendingin talar um ríkisfjármálin
Mér finnst það lágkúrulegt að valdstjórn vinstrimanna ætli að bjóða fólkinu í landinu upp á það að norska mislukkaða sendingin í Seðlabankanum sé farin að tilkynna um aðgerðir í ríkisfjármálum fyrir hana. Hann gefur línuna á meðan Jóhanna og Steingrímur hafa lokað sig af inni í bakherbergjunum í Norræna húsinu með kaffi og kruðerí. Þvílík vinnubrögð. Hversu lengi eigum við að sætta okkur við að norska sendingin sé á sínum stalli?
Skilaboðin frá norsaranum eru einföld. Hann hefur séð vinnuplanið sem á að hrinda í framkvæmd. Vinstra liðið sem ætlaði að auka gagnsæi, setja allt á borðið og tryggja milliliðalaus samskipti við almenning situr á öllum upplýsingum og talar ekki við þjóðina. En hún talar við norsku sendinguna sína í Seðlabankanum! Þvílík niðurlæging.
![]() |
Umtalsverð vaxtalækkun í júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 13:42
Gríðarleg vonbrigði úr Seðlabankanum
Þegar Davíð Oddssyni var bolað úr Seðlabankanum með pólitískri ákvörðun og Eiríki Guðnasyni og Ingimundi Friðrikssyni var sópað út til að koma höggi á pólitískan andstæðing í leiðinni var mikið talað um að þyrfti nýjan seðlabankastjóra til að tala traust og trúverðugleika. Ég get ekki séð hvað hefur breyst til betri vegar. Norska sendingin í Seðlabankann er ekki að gera sig.
Hver á svo að taka við? Már Guðmundsson, sem er arkitekt peningamálastefnu Seðlabankans, þeirrar sem Davíð Oddsson vann að mestu eftir?
![]() |
Stýrivextir lækka í 13% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |