Siðferðið í Kópavogi

Mér finnst þær upphæðir sem dóttir bæjarstjórans í Kópavogi hefur fengið fyrir viðskipti við bæinn suddalega háar og í raun eðlilegt að velta því fyrir sér hvort siðleysið sé algjört. Þetta eru of háar upphæðir til að geta talist eðlilegar og vekja spurningar um pólitískt siðferði. Slíkir samningar við fjölskyldumeðlimi eru nær óverjanlegir, einkum þegar upphæðir eru háar, og veita aðeins höggstað á þeim sem vinna þannig.

Ég hef áður talað fyrir siðferði í stjórnmálum. Án þess eru menn mjög viðkvæmir og varla traustsins verðir. Á þessum tímum skiptir aukið siðferði enn meira máli en venjulega, þó vissulega sé siðferði aldrei aukaatriði og eigi ekki að vera. Eðlilegt er að hugleiða hvernig þeir vinna í öðrum málum sem standa svona að verki.

mbl.is „Kom verulega á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómaraskandall á Stamford Bridge

Ég er ekki vanur að vorkenna stuðningsmönnum og knattspyrnumönnum hjá Chelsea, en það var ekki hægt annað eftir leikinn í gærkvöldi á Brúnni. Þvílíkur dómaraskandall og suddaleg vinnubrögð hjá norska dómaranum. Að manni læðist sá grunur hvort þetta hafi verið skipulagt, til að tryggja að ekki yrði hreinn úrslitaleikur breskra knattspyrnuliða eins og á síðasta ári þegar Chelsea tapaði fyrir United. Það er í eina skiptið í sögu meistaradeildarinnar sem tvö bresk lið voru í úrslitaleiknum.

Þessi dómari var allavega ekki að gera sig og gremjan mjög skiljanleg í London, þó ekki bæti það neitt að hóta dómaranum lífláti. Það var allavega mjög undarlegt hvernig dæmt var og hlýtur að opna á samsæriskenningar. Eiður má svo eiga það að vera sá séntilmaður að gleðjast ekki yfir óförum fyrrum félaga í Chelsea. Ég held reyndar að meira að segja svörnum andstæðingum Chelsea hafi sviðið framkoman í gærkvöldi.

mbl.is Eiður Smári: Vildi ekki fagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norska sendingin talar um ríkisfjármálin

Mér finnst það lágkúrulegt að valdstjórn vinstrimanna ætli að bjóða fólkinu í landinu upp á það að norska mislukkaða sendingin í Seðlabankanum sé farin að tilkynna um aðgerðir í ríkisfjármálum fyrir hana. Hann gefur línuna á meðan Jóhanna og Steingrímur hafa lokað sig af inni í bakherbergjunum í Norræna húsinu með kaffi og kruðerí. Þvílík vinnubrögð. Hversu lengi eigum við að sætta okkur við að norska sendingin sé á sínum stalli?

Skilaboðin frá norsaranum eru einföld. Hann hefur séð vinnuplanið sem á að hrinda í framkvæmd. Vinstra liðið sem ætlaði að auka gagnsæi, setja allt á borðið og tryggja milliliðalaus samskipti við almenning situr á öllum upplýsingum og talar ekki við þjóðina. En hún talar við norsku sendinguna sína í Seðlabankanum! Þvílík niðurlæging.


mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarleg vonbrigði úr Seðlabankanum

Mikil og gríðarleg vonbrigði eru að stýrivextirnir hafi ekki lækkað nema um 2,5% í dag. Þetta eru vond tíðindi fyrir atvinnulífið og einstaklinga í landinu. Þetta skref dugar mjög skammt til að létta á þungum byrðum fyrirtækjanna og einstaklinga, sem eru að sligast í erfiðri stöðu. Í eðlilegri stöðu væri búið að lækka stýrivextina í 10% núna og helst komið undir þau mörk. Þessi skref sem stigin hafa verið eru of hægvirk.

Þegar Davíð Oddssyni var bolað úr Seðlabankanum með pólitískri ákvörðun og Eiríki Guðnasyni og Ingimundi Friðrikssyni var sópað út til að koma höggi á pólitískan andstæðing í leiðinni var mikið talað um að þyrfti nýjan seðlabankastjóra til að tala traust og trúverðugleika. Ég get ekki séð hvað hefur breyst til betri vegar. Norska sendingin í Seðlabankann er ekki að gera sig.

Hver á svo að taka við? Már Guðmundsson, sem er arkitekt peningamálastefnu Seðlabankans, þeirrar sem Davíð Oddsson vann að mestu eftir?

mbl.is Stýrivextir lækka í 13%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband