Fjármálaeftirlitið skoðar hringekju Sigurjóns

Mikið var að Fjármálaeftirlitið vaknaði og hóf rannsókn á hringekjusukki Sigurjóns Þ. Árnasonar. Í þeim efnum þurfti skrif hjá bloggurum og að birta mikilvæg gögn til að sjálft Fjármálaeftirlitið tæki til starfa og færi í verkið. Þeir bloggarar sem vöktu fyrst máls á þessu sukki og svínaríi, siðlausum vinnubrögðum, eiga hrós skilið.

Svona þarf að vinna. Koma málum í dagsljósið og rekja slóðina - kanna þau svo tekið verði á málinu. Landsbankinn gerir hið eina í stöðunni og biður um rannsókn. Farið verði yfir svikamylluna og hvernig var unnið.

Samt þarf að svara mörgum spurningum. Þær verður að fá fram. Hvort sem það verður sótt inn í Nýja landsbankann eða þá sem véluðu um sukkið.


mbl.is Máli Sigurjóns vísað til FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var kúlulánið til Sigurjóns veitt úr séreignasjóði?

Eftir því sem meira er pískrað um tugmilljóna kúlulán til Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, verður málið óhuggulegra og dularfyllra. Fregnir herma nú að lánið sé úr séreignalífeyrissjóði í vörslu Landsbankans en ekki einkalífeyrissjóði. Sjóðsfélagarnir eru vel á þriðja þúsund en ekki Sigurjón einn. 

Ekki aðeins vekur það athygli heldur og mun frekar vaxtakjörin. Þetta kemur fjarri því heim og saman við yfirlýsingar Sigurðar G. Guðjónssonar í gær um að þetta væri einkalífeyrissjóður Sigurjóns sjálfs. Varla passar það heim og saman þegar ljóst er að yfir 2500 manns hafa greitt í hann.

Fullyrt er á sumum vefum að lánin séu tvö, samtals 70 milljónir. Þessar kjaftasögur eru alvarlegt mál. Þeir verða að svara fyrir þær. Þeir 2500 einstaklingar sem borguðu í þennan sjóð hljóta sérstaklega að kalla eftir svörum.

 


Hver verður næsti bæjarstjóri í Kópavogi?

Mikið verkefni bíður sjálfstæðismanna í Kópavogi þegar velja þarf eftirmann Gunnars Inga Birgissonar sem bæjarstjóri og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Ekki koma margir til greina en þrjú nöfn standa þar væntanlega upp úr; bæjarfulltrúarnir Gunnsteinn Sigurðsson og Ármann Kr. Ólafsson og alþingismaðurinn Jón Gunnarsson, sem verið hefur formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi.

Eigi úrslit prófkjörs að ráða er einsýnt að Gunnsteinn verði bæjarstjóri en á móti kemur að Ármann hefur verið bæði þingmaður og lengur bæjarfulltrúi en Gunnsteinn. Þetta er ákvörðun sem bæjarfulltrúahópurinn verður væntanlega að taka, en þeirra er að velja forystumann milli kosninga. Svo er auðvitað ekki óhugsandi að fleiri nöfn komi til greina eigi að velja bæjarstjóra úr hópi manna utan bæjarstjórnarflokksins.

Sé ekki full samstaða um nýjan leiðtoga er ekki óeðlilegt að virkja fulltrúaráðið til að kjósa nýjan leiðtoga og láta það taka ákvörðunina. Mikið vandaverk er að velja leiðtoga án prófkjörs. Úrslit prófkjörs hefur þar alltaf mikið að segja eigi ekki að virkja fulltrúaráðið. Mest um vert er að sjálfstæðismenn í Kópavogi velji þann forystumann sem þeir telja sterkastan og vænlegastan í baráttuna framundan.

mbl.is Fundað um eftirmann Gunnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband