Mun fólk fara að eyðileggja eignir sínar?

Mjög dapurlegt er að húseigandi á Álftanesi hafi valið þá leið að eyðileggja húsið sitt eftir að hann missti það. Þetta er táknræn aðgerð fyrst og fremst - leið manns sem hefur misst eign sína og vill ekki una öðrum að eignast hana. Hversu margir eru annars í þessari aðstöðu? Annað hvort að missa húseign sína eða sér ekki fram á að geta haldið henni mikið lengur? Væntanlega mjög margir.

Hversu margir munu taka sömu afstöðu, frekar eyðileggja sem mest þar en leyfa öðrum að eignast hana? Kuldalegt í meira lagi. En svona er víst íslenskur raunveruleiki þessa dagana, þegar fólk er að missa eign sína og sér ekki fram á annað en verða gert upp og missa allt út úr höndunum.

mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjöllusauður á Alþingi

Orðið bjöllusauður fékk nýja merkingu á Alþingi í dag með vinnubrögðum forseta Alþingis. Mér finnst eðlilegt að þingforseti hafi stjórn á fundum þingsins og noti bjölluna til að minna ræðumenn á tímamörk en ég tel að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hafi farið yfir öll mörk með starfsháttum sínum.

Reyndar hefur þessi þingforseti látið stórundarlega síðan hún tók við embætti og farið yfir strikið í smámunasömum athugasemdum um starfsheiti þingmanna og ráðherra og verið þar með formlegustu þingforsetum sem setið hafa áratugum saman.

Þingið þarf á virðulegum þingforseta sem sættir ólík sjónarmið og stendur vörð um virðingu þingsins mun frekar en hann verði hringjarinn í Notre Dame eða hálfgerður bjöllusauður.

mbl.is Óásættanleg framkoma forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband