Þór Saari skammar stjórnarþingmenn

Þór Saari stóð sig vel þegar hann skammaði stjórnarþingmenn á Alþingi síðdegis í dag. Ekki veitir af því að talað sé hreint út í þingsal þegar svo er komið að íslensk stjórnvöld eru að semja af sér, gefast algjörlega upp í erfiðri stöðu. Full þörf er á að skamma þá sem halda þannig á málum.

Og auðvitað er þingforseti Samfylkingarinnar að skamma þann sem segir sannleikann. Enda er hún gjörsamlega úti á túni í fundastjórn sinni.

mbl.is „Skammist þið ykkar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táknrænn gjörningur á Álftanesi

Manninum sem rústaði íbúðarhúsinu sem hann missti til Frjálsa fjárfestingarbankans hefur heldur betur tekist að vekja athygli á sínum aðstæðum, aðstæðum sem fleiri landsmenn eru örugglega í. Eftir að hafa lesið fjölda bloggfærslna þar sem manninum er bæði hrósað og bölvað stendur eftir sú staðreynd að þessi maður hefur opnað umræðu um stöðuna í samfélaginu, bæði til góðs og ills.

Hreinn barnaskapur er að álykta sem svo að maðurinn hafi aðeins sturlast og ekki vitað hvað hann gerði. Þessi táknræni gjörningur rímar við fjölda þeirra sem eiga í erfiðleikum. Margir að missa eignir sínar eða standa ekki undir sínu í skuldafeninu. Með því að rífa húsið á þjóðhátíðardeginum verða skilaboðin enn táknrænni.

Enn merkilegra er að eyðilegging hússins sem maðurinn missti sé aðalfrétt dagsins þegar forsætisráðherrann sem lofaði landsmönnum skjaldborg fyrir heimilin flutti enn eina innihaldslausu ræðuna sína. Voru ekki aðalskilaboðin frá forsætisráðherranum til þjóðarinnar að hún hefur nákvæmlega ekkert að segja?

mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband