Ríkisforsjárhyggjan nýtur sín hjá vinstri grænum



Ég sver það að þegar ég heyrði fyrst af Bankasýslu ríkisins datt mér fyrst í hug Marteinn Mosdal - yndislega fyndinn en skemmtilega pirrandi og yfirgengilega ríkisforsjárhyggjulegur einstaklingur. Reyndar hefur Marteinn Mosdal oftar en ekki minnt mig á Steingrím Jóhann Sigfússon.

Nú er tveggja áratuga veruleiki Marteins Mosdal í gervi Ladda að verða að veruleika í umboði vinstri grænna. Þeir njóta þess í botn að ríkisvæða samfélagið og láta stjórnmálamennina verða kónga í því ríki sínu. Blautur draumur myndi einhver segja.

Rifjum upp Martein Mosdal og hugsum um Steingrím J. endilega í leiðinni. Eða kannski bara Bankasýslu ríkisins....

mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jörð skelfur enn fyrir sunnan



Jarðskjálftahrinan heldur áfram fyrir sunnan, ekki langt frá þeirri síðustu heldur. Vonandi fer að róast yfir. Við hér í Eyjafirði þekkjum sannarlega vel þá tilfinningu sem þeir á Suðurlandi finna fyrir í dag og hafa gert síðustu mánuði, enda margir skjálftar dunið hér yfir okkur Norðlendinga í áranna rás, enda Eyjafjarðarsvæðið mikið jarðskjálftasvæði. Ekki nema rúm sjötíu ár frá Dalvíkurskjálftanum margfræga. Síðan hafa margir skjálftar komið, sennilega er skjálftinn árið 1963 þeirra eftirminnilegastur en ennfremur er mörgum hér fyrir norðan í fersku minni skjálftinn árið 1976, þar sem tjón varð mikið t.d. á Kópaskeri.

Horfði fyrir nokkrum dögum á nokkrar stórslysamyndir sem ég á. Þær eru ágætar mitt á milli spennumyndanna öðru hverju. Horfði m.a. á Earthquake með Charlton Heston og Övu Gardner. Ein af þessum ekta stórslysamyndum frá áttunda áratugnum þar sem gert var út á sem mestan hasar út frá skjálftum, eldsvoðum og sjóslysum. Vantar ekki dýnamíkina í þessa mynd, eins og sést á þessari klippu.

mbl.is Reykjanes skelfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband