Michael Jackson látinn



Michael Jackson er látinn, langt fyrir aldur fram. Þó Michael Jackson hafi verið umdeildur og skiptar skoðanir verið um einkalíf hans er ekki um það deilt við andlát hans að þar fer ein af mestu goðsögnum tónlistarbransans á síðustu áratugum. Hann var skemmtikraftur af Guðs náð, fæddist inn í hæfileikaríka fjölskyldu og kom fram opinberlega allt frá því hann var smákrakki þar til hann missti heilsuna - varð algjört skar.



Þessi öflugi tónlistarmaður varð skugginn af sjálfum sér síðustu fimmtán árin og var að lokum orðin hrein hryggðarmynd. En hann átti marga ódauðlega smelli og tryggði sér ævarandi sess með ævistarfi sínu. Lögin Billie Jean, Thriller, Bad og Ben eru þar fremst af mörgum öðrum góðum. Ben er sérstaklega gott lag. 



Svo verður að ráðast hvort lifa lengur sögusagnir um skrautlegt einkalíf hans og sorgleg endalokin þegar hann var afmyndaður af sjúkdómi og misheppnuðum lýtaaðgerðum eða verk hans í tónlistarbransanum. Tónlistarafrek hans munu eflaust lifa, enda var hann stjarna í sérflokki.

mbl.is Michael Jackson er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband