3.6.2009 | 22:26
Endalokin í augsýn fyrir Gordon Brown

Eftir mikla erfiðleika allan forsætisráðherraferilinn og býsnavetur innan Verkamannaflokksins blasa pólitísku endalokin nú við Gordon Brown. Hann berst nú fyrir pólitísku lífi sínu við mikið ofurefli. Brown missti endanlega tökin á atburðarásinni í dag með afsögnum tveggja lykilráðherra, áður en að hrókeringum kom að loknum Evrópukosningum á morgun, og bréfi þingmanna þar sem þeir vígbúast gegn honum. Glundroðinn er algjör innan Verkamannaflokksins og þar eru allir að reyna að bjarga sjálfum sér, fyrst og fremst með því að slá Brown af.
Augljóst er að bæði Jacqui Smith (sem varð fyrst kvenna innanríkisráðherra þegar Brown varð forsætisráðherra í júní 2007) og Hazel Blears, tveir ráðherrar í fremstu víglínu, gera nær út af við Brown með tímasetningu afsagnanna. Þær eru engin tilviljun, settar fram til að valda forsætisráðherranum sem mestum skaða. Blears gengur reyndar svo langt að hún þakkar Brown ekki einu sinni samstarfið í afsagnarbréfi sínu.
Nú þegar þingmenn um allt land og jafnvel ráðherrar með sterkan prófíl horfa fram á að tapa sætum sínum í blóðbaði næstu kosninga undir forystu Browns munu þeir taka fram hnífana og brýna þá, slá af Brown til að eygja von á að halda sínum áhrifum og völdum lengur en út kjörtímabilið. Flest bendir til að Brown lifi ekki af pólitískt til að fara í hrókeringar á stjórninni. Væntanlega mun ein afsögn í viðbót nægja til að henda honum fram af hengifluginu.
Ergó: Brown horfist í augu við sömu pólitísku örlög og Margaret Thatcher. Hún var gerð upp innan eigin raða á örfáum dögum í nóvember 1990. Brown hefur barist á móti straumnum nær allt frá upphafi. Hann fékk sína hundrað daga eftir valdaskiptin sumarið 2007. Hann gældi við að boða til nóvemberkosninga árið 2007 þegar allt lék í lyndi í könnunum og fór í gegnum flokksþing án þess að svara kosningatalinu. Hann heyktist svo á því er yfir lauk.
Gordon Brown er andlit liðnu tímanna, fulltrúi hinna glötuðu tækifæra og spillingarinnar í þingkerfinu. Verkamannaflokkurinn á sér ekki viðreisnar von til uppbyggingar með hann í brúnni. Hann er jafn veikur leiðtogi og John Major. Viss öfl innan Íhaldsflokksins reyndu að sparka Major um miðjan tíunda áratuginn þegar allt var að sökkva. Hann stóð það af sér og leiddi flokkinn í algjöra slátrun í kosningunum 1997. Örlög Brown eru augljóslega þau sömu.
Verkamannaflokkurinn á möguleika á að snúa vörn í sókn með því að sparka Brown. Það gæti komið í veg fyrir tvo kosningaósigra. Næstu kosningar eru löngu tapaðar. Nýr forsætisráðherra og flokksleiðtogi gæti byggt upp til framtíðar á rústum Brown-stjórnarinnar. Nær öruggt má teljast að Alan Johnson, verkalýðskempan, sé eini maðurinn sem geti leitt það starf, enda nær óumdeildur og mjög traustur.
Ekki er óvarlegt að spá því að hann verði orðinn húsbóndi í Downingstræti mjög fljótlega og muni jafnvel verða sjálfkjörinn sem eftirmaður Browns.
![]() |
Brown hvattur til afsagnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2009 | 00:54
Fyllt upp í eyðurnar í pólitíska hluta bankahrunsins
Ekki þarf að efast um að bók Guðna Th. Jóhannessonar um bankahrunið verði metsölubók. Þar er í fyrsta skipti fyllt upp í eyðurnar á atburðarásinni bakvið tjöldin þegar pólitísk upplausn varð í ofanálag við sjálft hrun íslenska efnahagskerfisins. Sú saga hefur ekki enn verið skrifuð með markvissum hætti með upplýsingum sem varpa ljósi á mesta hitann og þungann í því ferli sem ekki aðeins fylgdi pólitískum hluta hrunsins heldur og endalokum og upplausn ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Dramatíkina vantar ekki í þau reikningsskil og eflaust kominn tími til að varpa ljósi á það sem gerðist bakvið tjöldin. Undarlegast af öllu er að það liggi fyrir áður en heildarmyndin kemur fram í rannsókninni á hruninu og áður en skýrslur og gögn verða opinber. Sem minnir mann á það að gegnsæið er fyrir löngu orðið týnd í sukkinu. Þessi ríkisstjórn hefur algjörlega brugðist því hlutverki að upplýsa þjóðina og tala við hana á mannamáli. Hún er eiginlega verri en síðasta ríkisstjórn í þeim efnum.
Forsætisráðherrann þá var allavega með blaðamannafundi og talaði á ensku við alþjóðapressuna. Þögnin og leyndin er hálfu meiri núna - skortur á aðgerðum og pólitískri forystu er allavega ekki skárri hjá þeim sem eru á vaktinni núna. Skipbrot íslenskra stjórnmála í miðju hrunsins er reyndar staðreynd.
Verst af öllu er að enginn virðist rísa yfir meðalmennskuna og aumingjaskapinn, í haust og eins núna þegar uppgjörið við fortíðina þarf að fara fram. Það uppgjör er ekki síst pólitískt. Er á hólminn kemur virðist lærdómurinn enginn og pólitískur glundroði er algjör.
Er ekki aðalverkefnið á næstunni að reyna að skapa stöðugleika - þjóðin verður að krefjast þess að talað sé við hana hreint út og ekki spilað með hana enn eina ferðina.
Dramatíkina vantar ekki í þau reikningsskil og eflaust kominn tími til að varpa ljósi á það sem gerðist bakvið tjöldin. Undarlegast af öllu er að það liggi fyrir áður en heildarmyndin kemur fram í rannsókninni á hruninu og áður en skýrslur og gögn verða opinber. Sem minnir mann á það að gegnsæið er fyrir löngu orðið týnd í sukkinu. Þessi ríkisstjórn hefur algjörlega brugðist því hlutverki að upplýsa þjóðina og tala við hana á mannamáli. Hún er eiginlega verri en síðasta ríkisstjórn í þeim efnum.
Forsætisráðherrann þá var allavega með blaðamannafundi og talaði á ensku við alþjóðapressuna. Þögnin og leyndin er hálfu meiri núna - skortur á aðgerðum og pólitískri forystu er allavega ekki skárri hjá þeim sem eru á vaktinni núna. Skipbrot íslenskra stjórnmála í miðju hrunsins er reyndar staðreynd.
Verst af öllu er að enginn virðist rísa yfir meðalmennskuna og aumingjaskapinn, í haust og eins núna þegar uppgjörið við fortíðina þarf að fara fram. Það uppgjör er ekki síst pólitískt. Er á hólminn kemur virðist lærdómurinn enginn og pólitískur glundroði er algjör.
Er ekki aðalverkefnið á næstunni að reyna að skapa stöðugleika - þjóðin verður að krefjast þess að talað sé við hana hreint út og ekki spilað með hana enn eina ferðina.
![]() |
Mesta umrót síðan í stríðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2009 | 00:06
Davíð Oddsson var alla tíð á móti aðkomu IMF
Mér finnst það undarlegt að það sé meðhöndlað sem einhver ný tíðindi að Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hafi verið á móti aðkomu IMF hérlendis eða unnið gegn henni. Þvert á móti var hann ötulastur í hópi þeirra sem vildu ekki fá þá að borðinu og margar sögur gengið um að andstaða hans hafi tafið málið lengi vel og því ekki undarlegt að gengið hafi á ýmsu í þeim efnum.
Í raun má segja að aðkoma IMF hafi tekið yfir ákvarðanir Seðlabankans eins og æ betur hefur sést á síðustu vikum og mánuðum. Annars finnst mér merkilegt að æ fleiri sjái að varnaðarorð Davíðs fyrir og eftir hrunið og fleiri ummæli hans voru þess eðlis að hann hafi haft rétt fyrir sér allan tímann.
Í raun má segja að aðkoma IMF hafi tekið yfir ákvarðanir Seðlabankans eins og æ betur hefur sést á síðustu vikum og mánuðum. Annars finnst mér merkilegt að æ fleiri sjái að varnaðarorð Davíðs fyrir og eftir hrunið og fleiri ummæli hans voru þess eðlis að hann hafi haft rétt fyrir sér allan tímann.
![]() |
Davíð lét AGS heyra það |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |