Biðin eftir Gunnari

Biðin eftir því að Gunnar Birgisson tjái sig um úrslit prófkjörsins í Kópavogi er orðin ansi löng, en sumpart skiljanleg, þó ekki sé það gott fyrir flokkskjarnann að fá ekki strax afgerandi svör frá Gunnari. Tapið er mikið pólitískt áfall fyrir Gunnar, hvort sem hann las vitlaust í stöðuna í bænum eður ei er ljóst að höggið er mikið, enda talsvert lagt undir. Gunnar ætlaði sér að ná aftur tökum á bæjarmálunum sem hann missti í fyrrasumar og treysta stöðu sína, eiga endurkomu í forystusætið.

Vissulega var mjög sótt að honum, hvort sem það var óverðskuldað eður ei. Óánægjan með forystu hans var einfaldlega meiri en mörgum óraði fyrir, þó ég tel að æ fleiri hafi gert sér grein fyrir hvert stefndi eftir því sem leið á baráttuna. Gunnar hefur alla tíð verið mjög umdeildur, en heildaratkvæðafjöldi hans segir alla söguna um stöðu Gunnars.

Sjálfstæðismenn í Kópavogi eiga Gunnari Birgissyni mikið að þakka. Hann var lengi vel mjög traustur leiðtogi, á heiður skilið fyrir trausta uppbyggingu í bænum og verið sterki maðurinn í bæjarmálunum, verið landsþekktur fyrir verk sín. Hann hefur leitt erfið en umfangsmikil mál og hefur tryggt Sjálfstæðisflokknum oddastöðu þar árum saman.

En það er eðlilegt að nú verði kaflaskil. Þau eru skilaboðin úr þessu prófkjöri.

mbl.is 2000 skráðu sig í flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konudagur

Ég vil óska öllum konum landsins innilega til hamingju með daginn.

Móðurbróðir minn, Helgi Seljan, fyrrum alþingismaður, er þekktur hagyrðingur og hann orti eitt sinn ljóðið Kvennaminni, sem er fallegt mjög, það eru 20 erindi - óður til kvenna. Birti hér nokkur erindi.


Konur okkur gleði gefa,
geta náð að hugga og sefa.
Dásamlegar utan efa
við að knúsa og kela,
kossum mætti stela.

Kostum ykkar karlar lýsa,
kannski á suma galla vísa,
fegurð ykkar frómir prísa,
færa lof í kvæði,
njóta ykkar í næði.

Ekki má ég einni gleyma,
yndi mínu og gleði heima.
Í hjarta mér sem gull vil geyma,
gjöfin lífsins besta.
Konan kostamesta.

Ykkur konum yl ég sendi,
á ástarþokkann glaður bendi.
Mínu kvæði í kross bendi,
kyssi ykkur í anda
enn til beggja handa.

mbl.is Blóm fyrir elskuna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traustur sigur Ármanns - nýjir tímar í Kópavogi

Ég er ekki undrandi á traustum sigri Ármanns Kr. Ólafssonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Flokksmenn þar vildu breytingar, uppstokkun og nýja forystu til að leiða flokkinn eftir mörg leiðindamál sem hafa verið í umræðunni, flest öll tengd leiðtoganum sem hafði því miður setið of lengi.

Gunnar Ingi Birgisson hefur gert margt gott fyrir Kópavog og Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi síðustu tvo áratugi... leitt mikla uppbyggingu og staðið fyrir drift og dugnað í málefnum sveitarfélagsins, en hann hefði átt að þekkja sinn vitjunartíma.

Vil óska Ármanni til hamingju með sigurinn. Umboð hans er traust og skýrt... í því felst ákall um nýja tíma, nýtt fólk í forystu á umbrotatímum. Eftir harkaleg átök tengd Gunnari síðustu mánuði er umboðið enn meira afgerandi.

mbl.is Ármann sigraði í prófkjörinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband