Ægifögur náttúra

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi
Íslensk náttúra er rómuð á veraldarvísu. Hún er ægifögur og lifandi, eins og við höfum öll séð síðustu dagana eftir að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Myndirnar og frásagnirnar af gosinu hafa vakið athygli allrar þjóðarinnar og víða um heim er fylgst með því sem gerist.

Allir vilja komast á staðinn - áhættan hlýtur að vera í huga þeirra sem taka slaginn og halda af stað. Kannski kemst það upp í vana að láta líf sitt í hendur náttúrunnar. Náttúran getur verið yndisleg en hún getur líka tekið sinn toll.

Mér finnst þessi mynd einna fallegust þeirra sem sést hafa, enda nýtur gosið sín best í náttmyrkrinu.

mbl.is Beinist að Hvannárgili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur listi hjá sjálfstæðismönnum í Garðabæ

Eftir neikvæða umræðu um stöðu kvenna hjá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ leysir hinn gamalreyndi leiðtogi, Erling Ásgeirsson, málin með því að víkja úr fyrsta sætinu fyrir konu, sem hlaut mikið fylgi í annað sæti og stíga til hliðar mun neðar á listann. Áslaug Hulda er vel að þessu komin, traust og flott kona sem á eftir að standa sig vel í sveitarstjórnarmálum.

Þessi tillaga Erlings styrkir flokkinn hinsvegar til muna og er honum umfram allt persónulega til mikils sóma, en um leið vekur athygli að hann stígi sjálfur til hliðar eftir að hafa sigrað leiðtogaslag við Pál Hilmarsson. Þarna fer maður sem hugsar um hag heildarinnar umfram sína eigin, virðingarvert vissulega.

Ekki þarf að efast um hvernig þessum lista muni ganga í vor. Garðabæ er og hefur verið blár bær og verður það auðvitað áfram.


mbl.is Áslaug Hulda leiðir listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband