Mikil eftirsjá af Friðriki V

Mikil eftirsjá verður af sælkerastaðnum Friðriki V í Gilinu - dapurlegt að aðstæður verði þess valdandi að skella þurfi í lás hjá besta veitingastað landsins. Staðurinn hefur verið í sérflokki - fyrsta flokks valkostur fyrir matgæðinga um allt land.

Þar hefur líka verið unnið með norðlenskar afurðir, allur matur úr héraði og mikil fagmennska í matargerð. Nostrað við matinn og föndrað við það af tærri list. Allt eins og best verður á kosið, matur í gæðaklassa.

Fyrir okkur hér á Akureyri eru þetta mjög dapurleg tíðindi, fyrst og fremst því að Friðrik og Arnrún hafa staðið sig svo vel og verið að gera góða hluti.

Veitingastaðurinn þeirra í Gilinu var yndisleg viðbót við Gilsamfélag lista og menningar og ánægjulegt að sjá gamla húsið iða af lífi.

Vonandi mun Friðrik rísa upp úr þessu mikla áfalli, en það er svosem við fáu góðu að búast í því lánleysi sem vinstristjórn býr okkur.


mbl.is Búið að loka Friðriki V.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunaleg hringavitleysa vinstristjórnarinnar

Hringavitleysa vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu ætlar engan endi að taka. Rúmum tveimur sólarhringum áður en kjörstaðir opna virðist stjórnarparið loksins hafa sætt sig við hið augljósa, að þjóðin muni greiða atkvæði. Pólitísk rökhugsun þeirra, sem var lítil fyrir, virðist hafa að mestu gufað upp, einkum með yfirlýsingu Jóhönnu um að fresta þessu bara um viku. Í hvaða draumaheimi lifir þetta fólk?

Samt heldur vitleysan áfram í London þar sem setið er yfir sömu punktunum með ólíkum fléttum frá Bretum og Hollendingum dag eftir dag... ekkert hreyfist í samkomulagsátt þó þeim sé greinilega nokkuð í mun að koma í veg fyrir að þjóðin greiði atkvæði. Mikið er jú undir.

Nóg er komið af þessari vitleysu. Þjóðin á að hafa valdið í sínum höndum, taka afstöðu til Svavars og Steingríms-samningsins um Icesave og senda þessari ríkisstjórn skilaboð um hvernig hún meti verk í hennar ábyrgð í þessu máli.

Þjóðin á að taka málin úr höndum Steingríms og Jóhönnu og senda skýr skilaboð til bæði Breta og Hollendinga og þessarar lánlausu vinstristjórnar sem gerir allt til að halda í stólana sína, sama hvað það kostar fyrir Ísland.

mbl.is Engin niðurstaða í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband