Þjóðin hafnar Icesave og stjórnarparinu

Fyrstu tölur

Skilaboð þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni eru skýr:

Yfir helmingur kjósenda mætir á kjörstað og hafnar Icesave - rúm 93% segja nei, hafna forystu Steingríms og Jóhönnu í Icesave-málinu síðustu mánuði. Allt tal um að viðaukanum sé bara hafnað hljómar eins og veruleikafirring þegar litið er á tölurnar.

Allt sem þessi stjórn hefur samið um Icesave er úr sögunni. Þau hafa fengið vænan rassskell frá þjóðinni og eiga að hugleiða sinn gang.

Auðvitað eiga þau að hafa manndóm í að segja af sér eftir þennan rassskell.

mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn fyllir upp í pólitískt tómarúm

Ólafur Ragnar Grímsson getur verið stoltur af forystu sinni í Icesave-málinu síðustu vikurnar. Hann fyllti upp í pólitískt tómarúm á Íslandi með því að synja Icesave-lögunum og tala máli Íslands á alþjóðavettvangi í kjölfarið. Forsetinn hefur setið einn að því verkefni, enda hefur vinstristjórnin verið algjörlega máttlaus að öllu leyti, bæði við að verja hagsmuni Íslands og tala máli þjóðarinnar, eða taka á nokkrum þeim verkefnum sem við henni blasa.

Nú mætir forsetinn á kjörstað meðan leiðtogar hinnar lánlausu vinstristjórnar sitja heima, fúlir yfir því að Icesave-málið var fært úr höndum þeirra og til þjóðarinar. Með framgöngu sinni hefur Ólafur Ragnar styrkt stöðu sína, styrkt stöðu forsetaembættisins enda er augljóst að meirihluti þjóðarinnar hefur viljað að einhver talaði máli Íslands. Hann hefur hlustað á þjóðina, það er mikilvægur styrkleiki fyrir forseta.

Ólafur Ragnar er kamelljón, öll framganga hans síðustu áratugi sannar það svo ekki verður um villst. Hann er nú í hlutverki þess sem ræður för á Íslandi - hann er maðurinn sem fyllti upp í pólitískt tómarúm í glundroðanum sem einkennir íslensk stjórnmál. Vinstriflokkarnir stóðu ekki undir því trausti sem þjóðin veitti þeim í síðustu þingkosningum og horfir í aðrar áttir eftir forystu.

mbl.is Ólafur Ragnar búinn að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segjum nei við Icesave!



mbl.is Atkvæðagreiðslan hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband