Rétt ákvörðun Illuga - Þorgerður á að segja af sér

Illugi Gunnarsson tekur rétta ákvörðun með því að víkja af þingi. Nú er mikilvægt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segi af sér og stígi til hliðar, fyrst og fremst til að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins. Það er algjörlega óviðunandi fyrir sjálfstæðisfólk um allt land að sætta sig við að hún sé í forystusveit flokksins eftir fjölmiðlaumfjöllun um stöðu þeirra hjóna.

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ á morgun verður eflaust mjög líflegur og þar verður örugglega talað tæpitungulaust þekki ég rétt sjálfstæðisfólk um land allt sem mætir þar til fundar. Þarna er fólk sem hefur unnið fyrir flokkinn árum saman og sættir sig einfaldlega ekki lengur við að vera með í forystusveit flokksins fólk sem hefur í raun enga pólitíska stöðu til þess.

Eigi Sjálfstæðisflokkurinn að geta styrkt stöðu sína þarf að stokka upp spilin þar. Flokksráðsfundurinn er kjörin tímasetning til að vinna að þeim breytingum sem þurfa að verða.

mbl.is Illugi fer í leyfi frá þingstörfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband