Þorgerður Katrín segir af sér varaformennsku

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gerir rétt með því að segja af sér varaformennsku Sjálfstæðisflokksins - taka hagsmuni Sjálfstæðisflokksins og umbjóðenda hennar fram yfir sína eigin. Hún á heiður skilið fyrir það að höggva með því á neikvæða umræðu um mál hennar.

Staða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hefur verið mjög veik frá efnahagshruninu, allt að því vonlaus. Betur hefði farið á því ef Þorgerður hefði vikið með Geir H. Haarde á landsfundinum í mars 2009. Þá þegar þurfti algjörlega nýja forystu í Sjálfstæðisflokknum.

Eitt er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú... flýta þarf landsfundi, gera upp málin og horfa til framtíðar.

Ákvörðun Þorgerðar Katrínar er mikilvægur liður í því að gera upp við liðna tíð.

mbl.is Þorgerður stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Þorgerður Katrín segja af sér í Reykjanesbæ?

Mikil spenna er innan Sjálfstæðisflokksins um hvort Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir muni segja af sér varaformennsku og þingmennsku á flokksráðsfundinum í Reykjanesbæ í dag. Ég finn mjög vel eftir að rannsóknarskýrslan kom að flokksmenn vilja uppgjör, hreinsa til og taka á málum sem allra fyrst.

Öllum er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki halda trúverðugleika sínum meðan varaformaðurinn situr og nauðsynlegt að uppstokkun verði. Því má búast við líflegum fundi þar sem talað verður hreint út.

Ef forysta flokksins nær ekki að klára sín mál með viðunandi hætti í dag þarf að skipta henni út algjörlega.

mbl.is Vilja að varaformaðurinn víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband