RIP meistari Hopper

Dennis Hopper var leiftandi og traustur leikari, ekki feiminn við að stuða og setti mark sitt á kvikmyndasöguna með afrekum sínum í fjölda kvikmynda. Myndin hans Easy Rider markaði viss þáttaskil í sögu kvikmyndanna, var í senn ferskt og nýtt upphaf þar sem kvikmyndabransinn breyttist umtalsvert.



En hans besta stund á hvíta tjaldinu var í Speed - leiftandi mynd og Hopper algjörlega í essinu sínu. Ein besta hasarmynd sögunnar og er alltaf jafn fersk og er á gríðarlegri siglingu.

En hann byrjaði sinn feril í Rebel Without a Cause og Giant með læriföður sínum í bransanum, James Dean. Hans stjarna reis eftir að Dean féll frá í blóma lífsins.

Og Easy Rider tær snilld, mikið meistaraverk sem mun ávallt vera stóra rósin í hnappagati Hoppers, sem leikara og leikstjóra.

mbl.is Dennis Hopper látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband