Breytir Jón Gnarr kerfinu eða breytir það honum?



Óneitanlega er það skemmtilega súrrealískt að sjá Jón Gnarr viðhalda öllum gömlu hefðunum sem borgarstjórar fyrri tíðar hafa tekið upp, t.d. að veiða í Elliðaánum. Ætli þetta sé einn gjörningurinn enn eða hreinlega bara nettur brandari? Erfitt að sjá. Jón hefur farið af stað á kómíkinni og skrifar skemmtilega netdagbók á facebook sem er skemmtilega samhengislaus og flottur djókur.

Einhvern tímann kemur að því að nýji borgarstjórinn verður að taka erfiðar ákvarðanir þar sem gamansemin er lítil sem engin. Þá reynir fyrst á hann. Jón nýtur á meðan hveitibrauðsdaganna. Grínistar fá kannski fleiri en hundrað slíka. Aldrei að vita.

mbl.is Borgarstjóri veiddi lax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband