Einræðislegir tilburðir í Efstaleitinu

Mér finnst það einræðislegt og klaufalegt hjá Páli Magnússyni að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur sem dagskrárstjóra Sjónvarpsins án auglýsingar tveimur mánuðum eftir að hann gat valið úr tugum umsókna um sömu stöðu.

Brotthvarf Ernu Óskar Kettler úr stöðu sem hún hafði nýlega fengið átti að sjálfsögðu að leiða til þess að farið væri aftur í umsóknabunkann og velja þann hæfasta sem sótti um.

Svona vinnubrögð eru varla boðleg og hljóta að hafa einhver eftirmál. Ekki er boðlegt að ganga framhjá fjölda frambærilegra umsækjenda og handpikka í svo feita stöðu.

mbl.is Staðan ekki auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband