26.6.2010 | 18:27
Ólöf kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Ég vil óska pólitískum samherja mínum, Ólöfu Nordal, innilega til hamingju með varaformannskjörið í Sjálfstæðisflokknum. Hún er vel að því komin, dugleg og drífandi forystukona sem á framtíðina fyrir sér og á eftir að standa sig vel sem ráðherra þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur í ríkisstjórn fljótlega. Sjálfstæðisflokkurinn styrkist mjög með Ólöfu sem varaformann sinn, er ekki í vafa um það.
Ég þekkti Ólöfu lítið sem ekkert sem stjórnmálamann en þess þá meira verk hennar og afburðaþekkingu á mörgum málum, sem hafa komið sér vel fyrir hana í þingstarfinu, þegar hún hringdi í mig í aðdraganda alþingiskosninganna 2007, fyrir prófkjör okkar í Norðaustri síðla árs 2006, þar sem hún tók slaginn og stefndi hátt, og bað mig um stuðning við framboð sitt. Síðan hef ég stutt hana ötullega í pólitískri baráttu.
Er stoltur af því að hafa lagt henni lið allt frá prófkjörinu 2006 þegar við tryggðum hana í baráttusæti framboðslistans í Norðausturkjördæmi og tryggðum svo setu hennar á þingi árið 2007. Það var skemmtilegur slagur og gaman að vinna að því að tryggja Ólöfu fast sæti við Austurvöllinn. Var viss um það þá að hún væri framtíðarmanneskja í flokksstarfinu og myndi leika lykilhlutverk.
Auðvitað var það áfall fyrir okkur hér þegar Ólöf flutti sig suður en hún hefur sífellt styrkt stöðu síðan þá og sérstaklega verið traust og öflug í stjórnarandstöðunni eftir að hlutskipti Sjálfstæðisflokksins gjörbreyttist í kjölfar hrunsins. Hún á eftir að vera flott í því verkefni að byggja upp innra starf flokksins á landsvísu og hlakka til að vinna með henni að því.
Innilega til hamingju, kæra vinkona!
![]() |
Ólöf Nordal fékk 70% atkvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 15:25
Bjarni sigrar Pétur í formannskjöri
Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni Benediktsson sem formaður hans er sterkari, tel ég, eftir þessa kosningu. Hávær orðrómur hafði verið um að Bjarni yrði sjálfkjörinn formaður og yrði klappaður upp eftir gömlu rússnesku fyrirmyndinni. Þetta var snörp en drengileg barátta, báðum formennsefnunum til sóma.
Fjarri því á að vera sjálfgefið að flokksleiðtogar séu einróma endurkjörnir á þessum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum og mjög jákvætt að tekist sé drengilega á um formennsku í flokkunum. Slíkt er lýðræðislegt og styrkir aðeins Sjálfstæðisflokkinn. Umboð formannsins er betra eftir slíka rimmu.
![]() |
Bjarni kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 11:24
Pétur Blöndal fer fram á móti Bjarna Ben
Hið besta mál er fyrir Bjarna Benediktsson að láta reyna á stöðu sína í kosningaslag við annan þingmann flokksins. Þetta ætti aðeins að styrkja flokkinn til verkanna framundan og veita formanninum öflugra umboð í þeirri uppbyggingu sem framundan er.
Mér finnst samt að Bjarni Benediktsson eigi að vera áfram formaður Sjálfstæðisflokksins og styð hann til þess. Tel að hann eigi að fá að leiða flokkinn í næstu þingkosningar, sem verða eflaust fljótlega þar sem vinstristjórnin lánlausa er komin að fótum fram.
![]() |
Pétur vill formanninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |