Handónýtt innritunarkerfi sem allir eru ósáttir við

Óánægja fer skiljanlega sífellt vaxandi með hið ósanngjarna innritunarkerfi framhaldsskólanna. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, ætti að taka á sig rögg og sýna pólitískan kjark með því að hlusta á foreldrana og beita sér fyrir breytingum - koma til móts við námsmenn og foreldra þeirra. Ella verður hún tákngervingur þessa gallaða innritunarkerfis og óvinsæl fyrir rétt eins og þegar Tómas Ingi Olrich barðist árangurslaust fyrir samræmdu stúdentsprófunum hér um árið.

Mér finnst það flott hjá væntanlegum framhaldsskólanemum og foreldrum þeirra að rjúfa þögnina og taka slaginn gegn kerfinu og kalla fram nauðsynlega umræðu um það. Enda eðlilegt að þau berjist í staðinn fyrir að vissir aðilar sem hafa skarað fram úr verði skilgreind sem einhver afgangsstærð í kerfinu.


mbl.is Valdi of „sterka“ skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband