Stokkað upp í veikburða ríkisstjórn

Auðvitað blasir það við að stokkað verði upp í ríkisstjórninni áður en þing kemur saman. Hún hefur verið stjórnlaus mánuðum saman, vanmáttug til að taka á vanda þjóðarinnar og innri meinum sínum, svo pínlegt hefur verið með að fylgjast. Stjórnarflokkarnir verða nú að reyna að berja í brestina og munu nú reyna að halda í völdin með mannabreytingum.

Formennirnir munu með hrókeringu koma í veg fyrir að vantrauststillaga verði borin upp á Gylfa Magnússon. Vantraust veikir mjög í sessi formenn flokkanna, sem nógu valtir eru fyrir, enda verður Gylfa verður ekki bjargað. Formennirnir keyptu sér tíma með því að halda í Gylfa nokkrar vikur eftir að sannað var að hann laug að þingi og þjóð.

Væntanlega munu þeir líka reyna að styrkja flokka sína og reyna að stöðva lekann og taka á innra meini stjórnarinnar sem er að naga hana upp. En er einhver sem trúir því að þessi ríkisstjórn sé vandanum vaxin? Er ekki orðið augljóst að þau ráða ekki við verkefnið? Skiptir þá litlu hverjir sitja í ráðherrastólunum?

Verkstjórn Jóhönnu er glötuð - allir bíða eftir að alvöru uppstokkun verði. Það þarf nýja sýn og nýja foryustu í landsmálin. Litlu skiptir hverjum hún skiptir út sem hefur enga stjórn eða hæfileika til að tækla vandann.


mbl.is Uppstokkun í ríkisstjórn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaugstofan fer í læsta dagskrá á Stöð 2

Ég vil óska Stöð 2 til hamingju með að hafa landað Spaugstofunni, þar sem þeir verða væntanlega í læstri dagskrá. Þetta er nokkur niðurlæging fyrir Ríkissjónvarpið, enda var Spaugstofan ein þeirra helsta skrautfjöður og var orðinn einn af langlífustu þáttum íslenskrar sjónvarpssögu. Þeim fer nú reyndar fækkandi skrautfjöðrum Ríkissjónvarpsins sem Stöð 2 hefur ekki náð yfir til sín.

Sparnaðarbragurinn á Ríkisútvarpinu vekur nokkra athygli meðan innheimt eru afnotagjöld með lögboði, hvort sem fólki líkar betur eða verr, og miklar auglýsingatekjur koma inn. Hvers vegna getur Páll Magnússon og hans fólk ekki framleitt íslenskt sjónvarpsefni eins og aðrir miðlar. Er ekki kominn tími til að stokka upp yfirbygginguna eða einfaldlega leggja niður ríkismiðla.

Spaugstofan hefur fyrir löngu markað sér sess og mun eflaust halda áfram að gera góða hluti á nýjum vettvangi.

mbl.is Spaugstofan á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband