Ólafur Ragnar synjar Icesave-lögunum

Ólafur Ragnar Grímsson gerir rétt í því að hlusta á þjóðina með því að synja Icesave-lögunum staðfestingar og senda málið í dóm hennar. Nú verður valdið hennar, ef vinstristjórnin leggur í þann slag að verja þennan samning - leggja pólitískt kapítal sitt undir í þjóðaratkvæðagreiðslu eða ella segja af sér, fara frá áður en þjóðin fær að greiða atkvæði.

Forsetinn er kjarkaður í þessari ákvörðun sinni, en er þó umfram allt samkvæmur sjálfum sér í afstöðu sinni í fjölmiðlamálinu árið 2004. Hann synjar nú lögum frá vinstristjórn og kveður í kútinn að hann hafi aðeins verið að hygla vinum og vandamönnum fyrir sex árum. Þetta er vissulega merkileg niðurstaða og breytir stöðu hans í huga þjóðarinnar.

Svo verður að ráðast hvort forsetinn styrkir stöðu sína með þessari ákvörðun, en ég tel að svo verði. Hann hlustar á þjóðina og færir henni valdið. Þetta er beint lýðræði í sinni bestu mynd. Hann talaði margoft um þetta á nýársdag og var augljóslega full alvara með að þjóðin taki af skarið. Það er virðingarverð afstaða.

mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband