Slöpp byrjun í Eurovision - gamall smellur

Ekki var mikil reisn yfir fyrsta undanúrslitakvöldi Eurovision. Lögin voru frekar mikið léttmeti og umgjörðin frekar teygð og þreytt. Eilítið sjúskað og óspennandi. Lögin tvö sem komust áfram báru þó af, þó engin meistaraverk séu eða tónlistarleg undraverk. Botninn var þó lokalagið þegar sextán ára söngkona söng lag sem hún réð ekki við og var dressuð upp frekar óviðeigandi, svo ekki sé fastar að orði komið.



Ljósi punkturinn var þó þegar Jóhanna Guðrún, silfurstjarnan okkar frá því í fyrra, og Ingó veðurguð tóku saman gamla góða smellinn It Ain´t Me Babe sem Bob Dylan á heiðurinn af, en er flottastur í túlkun hjónanna Johnny og June Carter Cash. Tær snilld þetta lag og algjört meistaraverk. Rifjum þennan flotta smell í túlkun Cash-hjónanna og þeirra Bob og Joan Baez.



Eitt að lokum, vonandi mun Eyjólfur hressast í þessari söngvakeppni eftir viku.

mbl.is Lögin tvö sem komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband