Hugsum um hagsmuni Íslands fyrst og fremst

Enginn deilir lengur um að synjun forsetans á Icesave markaði þáttaskil Íslandi í hag í deilunni. Yfirlýsingar Alain Lipietz, eins þeirra sem komu að gerð tilskipunar ESB um ábyrgð heimaríkis á bönkum, í Silfri Egils í dag er gott dæmi um algjöra niðurlægingu vinstristjórnarinnar sem hefur algjörlega brugðist í því verkefni að gæta hagsmuna Íslands í einu helsta máli síðustu áratuga fyrir íslensku þjóðina.

Stjórnvöld eiga nú að skammast til að viðurkenna afglöp sín og sofandagang. Ekki þýðir fyrir Jóhönnu og Steingrím að deila við mann á borð við Alan Lipietz, slíkt er frekar vandræðalegt. Ef einvher dugur er í þessu fólki getur það snúið vörn í sókn - fyrst og fremst með því að viðurkenna að samninganefndin með Svavar í broddi fylkingar samdi herfilega af sér og var ekki vandanum vaxin á nokkurn hátt.

Svo þarf stjórnarparið að viðurkenna eigin mistök og axla ábyrgð á því, annað hvort með því að víkja eða leita eftir því að skipa aðra samninganefnd til að taka á þessu máli sem fyrst. Pólitísk afglöp vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu eru augljós og þarf að taka á þeim strax, til að vernda íslenska hagsmuni og sækja fram til að taka á mistökunum.

Nú þarf að fara að hugsa um íslenska hagsmuni, hugsa um hag fólksins í landinu, en ekki hagsmuni annarra þjóða eins og vinstristjórnin hefur gert alltof lengi með ömurlegum hætti. Það er komið nóg af vitleysunni.

mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband