Fyrir hverja er Steingrímur að vinna?

Heldur er nú raunalegt orðið að fylgjast með framgöngu Steingríms J. Sigfússonar. Hann er orðinn sorgleg fígúra, sem talar máli andstæðinga okkar í Icesave-málinu og hefur selt frá sér allar hugsjónir fyrir völd og stólapólitíkin hans minnir ósjálfrátt á Halldór Ásgrímsson. Ég hélt lengi vel að þessi maður hefði eitthvað bit og það væri meira í hann spunnið. Á mettíma er hann hinsvegar hann orðinn jafn valdagráðugur og meðal framsóknarmaður fyrri tíða.

En um Steingrím J, sem hefur svikið allar hugsjónir sínar í valdagræðginni, vonina um að fá að ráða meira á morgun en í dag og helst gefa ekkert eftir, má nota spakmælið: en það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Raunalegt en eilítið kómískt að sjá hvernig þessir vinstrimenn hafa umpólast í valdagræðginni á einni nóttu.

Frammistaða Steingríms J. í Icesave-málinu er einföld og helst til þess fallin að hjálpa þeim sem ráðast að Íslandi. Vörnin hans er fyrir viðsemjendur og þá sem hafa búllíast á Íslandi út í eitt. Raunalegt í meira lagi fyrir fólkið í landinu að sitja uppi með svona stjórnvöld.

Hvað stjórnar þankagangi Steingríms? Má ekki skemma blauta ESB-drauminn fyrir Samfylkingunni eða er hann svo þrjóskur að vilja ekki viðurkenna það sem allir þó vita orðið, að Svavar klúðraði Icesave-málinu í samningaviðræðunum.

Þetta gengur ekki. Heill og hagur íslensku þjóðarinnar vegur meira og skiptir mun meira máli en stolt nokkurra stjórnmálamanna og lærifeðra þeirra sem sömdu herfilega af sér í Icesave-málinu.

mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband