Ljósi punkturinn í söngvakeppninni



Seint verður sagt að söngvakeppnin hafi byrjað fersk og skemmtileg um síðustu helgi, lögin frekar léleg, utan fyrsta lagið sem var allavega yfir meðallagi tónsmíð. Kynnarnir slógu einna helst í gegn og voru ljós punktur. Skemmtileg staðreynd að þær eru báðar ófrískar og eiga von á barni í sumar. Óska þeim innilega til hamingju með það.

Ætla samt rétt að vona að það lifni yfir þessari söngvakeppni á næstunni. Þó flestir viti að erfitt verði að slá við silfri Jóhönnu Guðrúnar er vonandi að lögin verði betri en þau sem voru um síðustu helgi. Svo er líka að vona að bakraddasöngvarar sem eiga að vera í aðalhlutverki syngi lögin í stað viðvaninga.

Heyrði áðan lag Hvanndalsbræðra, sem verður um helgina, og fannst það traust og gott. Spái að því muni ganga vel, allavega eitthvað að gerast í því lagi.

mbl.is Ragnhildur Steinunn og Eva María óléttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband