Hrannar er ekki prívat á facebook

Ein fyndnasta yfirlýsing sem ég hef heyrt langa lengi var þegar Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, skrifaði á fésbók sína að skrif hans þar væru prívat og tengdust ekki skoðunum og hugleiðingum nánasta samstarfsmanns valdamesta stjórnmálamanns þjóðarinnar.

Auðvitað er þetta bara blaður. Hrannar er sami maðurinn þegar hann skrifar á fésbók og þegar hann ráðleggur forsætisráðherra Íslands og stýrir hennar málum á skrifstofunni. Þarna eru engin mörk á milli. Hreinn barnaskapur er að bjóða fólki upp á svona skrif, þau eru svo algjörlega útúr korti.

Ætlar aðstoðarmaðurinn kannski að segja okkur að hann sé prívatpersóna þegar hann skrifar á facebook úr Stjórnarráðinu dags og morgna? Auðvitað ekki.

mbl.is Fésbókarsíðan ekki opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband