Kosningabarátta Valgerðar Sverrisdóttur hafin

Valgerður Sverrisdóttir Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, er búin að starta kosningabaráttu framsóknarmanna hér í kjördæminu með loforði um að opna útibú frá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins hér í bænum við fjörðinn fagra. Svosem góð tíðindi fyrir okkur en augljóslega liður í kosningabaráttu. Það sjá allir sem líta á kannanir hér að undanförnu að Valgerður og hennar fólk verða að hafa sig alla við ef takast á að afstýra afhroði hér á því svæði þar sem flokkurinn náði mestu fylgi í síðustu kosningum og fjórum þingsætum.

Þó sjálfkjörin sé í leiðtogastöðu kjördæmisins hjá flokknum á kjördæmisþingi hefur Valgerður opnað kosningaskrifstofu hér í miðbænum með dagskrá allan daginn á sama stað og Kristján Þór Júlíusson, forseti bæjarstjórnar, var með aðstöðu í prófkjörinu þar sem hann barðist við tvo keppinauta að því markmiði að verða eftirmaður Halldórs Blöndals, sem hann og náði. Prófkjörsbarátta Valgerðar er fyrst og fremst til að peppa upp flokkinn hér. Ekki er vanþörf á sýnist manni, enda galt Framsókn afhroð hér í fyrravor og tapaði tveim bæjarfulltrúum hér í gamla höfuðvígi sínu.

Ekki verður öfundsvert fyrir Valgerði að halda til þeirrar baráttu ef hún hefur meðreiðarsveina á borð við Hjörleif Hallgríms, fyrrum pirraðan ritstjóra á Vikudegi, sér til fulltyngis. Hann virðist reyndar vera að slaufa sig út af landakortinu án allrar aðstoðar og ráðleggingar svo að væntanlega sleppur Valgerður við þessa pínu í kosningabaráttunni að hafa Hjörleif sér við hlið. Enda væri sú blanda pars með öðrum frambjóðendum jafnheillandi og Addams-fjölskyldan gamalkunna. Að óbreyttu verður þetta erfið barátta fyrir Framsókn, sem virðist eiga í miklum vandræðum um allt land og stefna í erfiðar kosningar þar að þessu sinni.

Hér í Norðausturkjördæmi blasir það verkefni við Framsókn að velja frambjóðendur í annað og þriðja sætið, enda hætta bæði Jón Kristjánsson og Dagný Jónsdóttir, sem skipuðu þau sæti árið 2003, nú í stjórnmálum. Fyrirséð er að Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, nái gamla sætinu hans Jóns en mikil spenna er um þriðja sætið. Það verður sögulegt vissulega ef Austfirðingur nær því ekki, enda hafa framsóknarmenn á Austfjörðum alltaf átt sterk þingmannsefni en staðan er önnur nú, þar er óvissa yfir.

Fyrst og fremst reynir þessi kosningabarátta á Valgerði, hún á allt sitt undir að koma vel út hér. Síðast var sigurinn stór en nú stefnir í afhroð. Flestir tala um þetta sem síðustu kosningabaráttu Valgerðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig henni gengur, enda stendur hún nú eftir án þeirra sem með henni leiddu baráttuna síðast og það verður meira kastljós á henni, þó að eflaust styrkist staða Birkis við að færast upp. Valgerður þarf nú á öllu sínu að halda og gott betur en það.

mbl.is Útibú frá þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins opnað á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Það er killer svipur á henni Valgerði á þessari mynd... :)

GK, 11.1.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta er svona bitch svipur hehe :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.1.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: GK

Hahaha... ég er ekki viss um að ég vildi mæta henni í skuggalegu húsasundi :)

GK, 11.1.2007 kl. 21:30

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Segjum tveir. Sérstaklega ekki eftir kosningarnar. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.1.2007 kl. 21:41

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég er viss um að hún brosir fyrir kosningar svo þið ættuð að vonast til þess að hitta hana fyrir þær

En þetta mál lyktar nú ekkert svakalega mikið af kosningailm..... eða hvað ! ?

Óttarr Makuch, 11.1.2007 kl. 23:54

6 identicon

Gleymdi einhver að blogga um aukin framlög menntamálaráðherra til HÍ, eða er sá ráðherra í vitlausum (réttum) flokki?

Ommi (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband