Leitin að Dorrit



Fréttin um hvarf Dorrit Moussaieff og dramatíska leit að henni er eilítið skondin. Dorrit á alltaf auðvelt með að ná athygli á smellin hátt og er skemmst að minnast þess þegar hún sagði að Ísland væri stórasta land í heimi. Skemmtilega floppuð málfræðileg setning en vakti aðdáun og áhuga íslensku þjóðarinnar. Yndislega heillandi.

Þrátt fyrir að Dorrit Moussaieff hafi verið við hlið Ólafs Ragnars Grímssonar í tæpan áratug, fyrst sem framandi kona í matarboði á Bessastöðum sem enginn kannaðist við, síðar sem unnusta hans í þrjú ár og loks eiginkona og forsetafrú vita fáir hver Dorrit er á bakvið myndavélablossann og brosin á myndunum.

Hún er enn framandi, viss leyndardómur fyrir þjóðina. Það er vissulega heillandi staðreynd, og hún hefur staðið sig vel í sínu hlutverki.

mbl.is Ætluðu að hefja leit að Dorrit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband