Höfnum Icesave-samningnum 6. mars

Ég fagna því að ríkisstjórnin tók ekki þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave af íslensku þjóðinni. Nú getur hún tjáð sig afdráttarlaust í kosningunni 6. mars. Ég ætla að vona að það verði góð þátttaka og landsmenn muni hafna þessum samningum afdráttarlaust, umfram allt hafna með því vinnulaginu við gerð fyrri samninga og lélegum vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda.

Þetta er í sjálfu sér ekki flókið mál. Íslenska þjóðin hefur í valdi sínu hvort þessum samningum og skuldbindingum verði hafnað eður ei. Ég tel þetta gullið tækifæri fyrir íslensku þjóðina til að taka málin í sínar hendur og taka af skarið um hver þjóðarviljinn er í málinu.

mbl.is Kosið 6. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband