Saga af næturklúbbadansara sem varð forseti

Isabel Peron Isabel Martínez var næturklúbbadansmær í Panama er hún lenti í því athyglisverða hlutskipti að kynnast einum umdeildasta stjórnmálamanni S-Ameríku er hafði verið landflótta í áratugi. Í kjölfar þess varð hún fyrsta konan á forsetastóli í heiminum. Þetta er lygileg saga og mjög athyglisverð, hvernig sem á hana er litið. En þrátt fyrir það allt varð Isabel Martinez önnur kona, bæði í heimssögunni og í huga íbúa Argentínu fyrir það að kynnast Juan Peron. Hún sneri með honum úr útlegð árið 1973 og var við hlið hans.

Juan Peron hafði öðlast sess í sögunni sem forseti Argentínu fyrr á árum. Hann var orðinn gamall og slitinn maður er hann reyndi aftur að komast til Argentínu og á gamals aldri varð hann aftur forseti landsins árið 1973. Sér við hlið fyrrum var hin sögufræga Evita. Henni var gerð skil í kvikmyndum og söngleikjum. Hún varð ódauðleg í huga allra heimsbúa en fyrst og fremst íbúa Argentínu fyrir sitt framlag í sögu landsins við hlið Perons. Árið 1973 sneri Juan Peron aftur með Isabel sér við hlið. Ekki aðeins var hún 35 árum yngri en hann, heldur með aðra fortíð en Evita.

Juan Peron gerði næturklúbbadansmeyna, hina pólitískt algjörlega óreyndu, að varaforseta. Með því varð hún valdamesta konan í heiminum. Hann gerði hana ódauðlega í huga allra heimsbúa. En hún varð ekki ódauðleg með sama hætti og hin þokkafulla Evita. Þær voru ekki úr sama efniviði. Það kom enn betur í ljós í ágúst 1974 er Juan Peron dó, farinn að heilsu og kröftum. Eftir stóð hin óreynda næturklúbbadansmær sem fyrsti kvenforseti heimsins. Í Argentínu vöknuðu menn upp við hana við völd er Peron dó. Hún tók erfitt hlutskipti í arf eftir mann sinn er hann skildi við. Það varð henni um megn. Árið 1976 steypti herinn henni af stóli og hún flúði landið sem var eiginmanni hennar allt.

Þrem áratugum síðar vilja Argentínsk yfirvöld fá Isabel Peron, næturklúbbadansmeyna sem markaði söguna með athyglisverðum hætti í stjórnmálalegu tilliti, aftur í sínar hendur. Hún hefur dvalið í eftirlaunakyrrðinni á Spáni, fjarri því að mæta uppgjöri við valdatíð sína og eiginmannsins litríka. Þeir krefjast framsals og að hún sé tekin höndum.

Isabel er orðin gömul kona og hlýtur að vilja forðast þess að mæta örlögunum í landinu sem hún erfði eftir mann sinn. Það er ekki arfleifð sem hún getur verið stolt af. En mikið er þetta annars ótrúleg saga. Kannski er sagan af næturklúbbadansmeynni ekki síður efni í söngleik en saga hinnar áferðarfallegu Evitu.

mbl.is Argentína vill fá Isabel Perón framselda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband