Dramatískt jafntefli - skelfilegt klúður

Maður er eiginlega orðlaus eftir að hafa horft á íslenska landsliðið klúðra sínum málum með því að missa sigurleik úr höndunum á síðustu sekúndur og það annan leikinn í röð. Eitthvað er stórlega að hjá liðinu: það vantar leikgleðina og neistann í liðið. Sóknin og vörnin eru bæði í tómu tjóni og veruleg veikleikamerki á liðinu. Þegar íslenska landsliðið getur ekki tæklað það austurríska er eitthvað stórlega að.

En það verður að vona það besta þó allt sé í tómu tjóni hjá landsliðinu. Nú verður að stóla á sigur gegn Dönum. En þá verður allt að ganga upp og laga þá miklu veikleika sem eru á liðinu eftir tvö flopp í röð, þegar það spilar sigri úr höndunum á sér, hreinlega leikur sér að því að klúðra málum. Þvílík vonbrigði. Nú verður liðið að taka sig á og reyna að bjarga málunum.

Nú er að duga eða drepast...


mbl.is Klúðruðu stigi í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband