Blóðugur niðurskurður hjá RÚV

Niðurskurðurinn hjá Ríkisútvarpinu er ansi blóðugur og ber þess merki að Kastljósið verður gengisfellt gríðarlega og fréttaumfjöllun verði skorin niður. Þórhallur Gunnarsson hefur greinilega ekki séð sér fært að standa að þessum róttæku breytingum og hefur gengið á dyr, ekki treyst sér í það verkefni.

Ekki stóð það lengi að Sjónvarpið væri með fréttaskýringaþátt. Fréttaaukinn með Elínu Hirst er sleginn af og henni vísað á dyr og flaggskipið í kvölddagskránni veikt gríðarlega í sessi og glamúrinn tekinn úr þættinum auk þess sem svæðisstöðvarnar fá nokkurn skell, rétt eins og í síðustu niðurskurðaráformum.

Auðvitað þarf þetta ekki að koma að óvörum. Niðurskurður hefur verið mikill í fjölmiðlabransanum að undanförnu og ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan Morgunblaðið fór í sársaukafullan niðurskurð og sagði upp fjölmörgum reyndum blaðamönnum, sumum eftir áratugalöng störf.

Auðvitað eru þetta vondar fregnir fyrir þá sem vilja traustar og góðar fréttir, vandaða fréttaumfjöllun. Hún verður illa úti í þessu árferði og auðvitað ömurlegt að það sé ráðist að góðri dagskrárgerð.

Niðurskurður og hagræðing verður einkennisorð fjölmiðla á næstunni, eins og víða annarsstaðar. Með því er auðvitað ljóst að gæði dagskrár minnkar og ekki er sjálfgefið að við fáum sömu góðu þjónustu og áður var.

mbl.is Margir missa vinnuna á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband