Carl Bildt sleppur fyrir horn

Carl Bildt Það eru svolítið merkileg tíðindi að sænska ríkissaksóknaraembættið hafi ákveðið að rannsaka ekki frekar verðbréfaviðskipti Carl Bildt, utanríkisráðherra, í Vostok Naftas. Málið var við það að verða skaðlegt fyrir Bildt og setja hann út af sporinu. Hann hafði sýnt vanstillingu á skapi sínu með því að steyta hnefann í blaðamann og skamma hann fyrir að fjalla um málið og spyrja hann út í það. Væntanlega verða þessi lok rannsóknarinnar ekki síður fjölmiðlaefni en upphaf hennar.

Carl Bildt varð utanríkisráðherra við valdaskiptin í október er samfylking borgaralegu aflanna steyptu stjórn jafnaðarmanna af stóli eftir tólf ára valdasetu. Innkoma Bildts aftur í stjórnmálin vakti þá mesta athygli, enda hafði hann afsalað sér forystuhlutverki á þeim vettvangi eftir þingkosningarnar 1998 og haldið til annarra verkefna. Hann hafði reynslu og þekkingu í alþjóðastjórnmálum til að bera og hélt embætti utanríkisráðherra með vigt og þunga, þó að Jan Eliasson léti af embættinu, en hann hafði áður verið forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og heimsþekktur diplómat.

Bildt er eflaust mest þekktur fyrir sáttasemjarahlutverk sitt við Balkanskagann á tíunda áratugnum og að hafa leitt stjórn hægriaflanna í upphafi tíunda áratugarins, þá kornungur í raun og maður nýrra tíma. Hann kom aftur sem enn ferskur vindblær og tryggði festu við stjórn hægriaflanna eftir langa stjórnarandstöðu með því að taka við utanríkisráðuneytinu, sem er lykilráðuneyti í sænskum stjórnmálum. Þessi vegtylla kom honum aftur í miðdepil norrænna stjórnmála. Þetta hneykslismál veikti hann og stjórnina sem hann situr í, enda ekki sterk eftir lítt glæsileg pólitísk endalok tveggja ráðherra í byrjun valdaferilsins.

Nú verður fróðlegt að sjá hvort að þessi skandall eltir hann uppi, þó rannsóknin sé búin sem slík. Einn skítablettur á hvítaflippann getur nefnilega verið nógu áberandi.

mbl.is Carl Bildt sleppur við rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband