Vandræðalegt klúður hjá Ríkisútvarpinu

Fréttastofa Ríkisútvarpsins, undir fréttastjórn Óðins Jónssonar, klúðraði feitt með því að slá upp sem fyrstu frétt fasteignaviðskiptum sendiherra og þingmanns, sem reyndust í góðu lagi þegar á reyndi. Fréttastofan hefur nú beðið viðkomandi afsökunar og viðurkennir þar með afglöp sín. Þessi stormur í vatnsglasi rýrir trúverðugleikann á þessari fréttastöð og verður fréttastjóranum þar vonandi væn lexía í vinnubrögðum.

Forðum daga var fréttastofa Ríkisútvarpsins rómuð fyrir trúverðugan fréttaflutning, skotheld vinnubrögð og mátti treysta fréttum þar betur en á flestum öðrum fjölmiðlum. Kaldhæðnislegt er að þetta klúður er afsakað á þeim degi er fjölda kvenna er vísað þaðan á dyr og þrengt svo að landsbyggðarfréttum að slagorðið Útvarp allra landsmanna hljómar eins og hver annar ódýr brandari.

Þetta klúður vekur spurningar um hvað er að gerast hjá fréttastofunni á vakt Óðins Jónssonar. Afsökunarbeiðnin breytir ekki því að efast er æ meir um vandaðan fréttaflutning hjá Ríkisútvarpinu. Fréttir þaðan og vinnubrögð verða æ litaðri og frægð hinna fornu daga gleymist mjög hratt.

mbl.is Bað þingmenn og sendiherra afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband