Magni á ekki sjö dagana sæla

Magni Það gengur á ýmsu hjá Magna. Ekki aðeins eru það sambandsslitin, sem hafa verið miðpunktur umræðu á netinu og í samfélaginu, heldur það að hann kemst ekki til Bandaríkjanna til að spila vegna einhvers klúðurs. Það er alveg ljóst að fólk hleypur ekki til Bandaríkjanna og það að fá atvinnuleyfi er stórmál, sérstaklega eftir 9/11, þó að alltaf hafi þeir hlutir verið flóknir.

Þegar að ég fór síðast til Bandaríkjanna var það í gegnum flugvöllinn í Baltimore. Þar sem ég var með gömlu týpuna af vegabréfi lenti ég í nokkrum vandræðum hjá konu sem hleypti fólki í gegn sem einhvers konar vörður laganna þarna. Þessi hægláta blökkukona, sem var með augu arnarins, lét á mér dynja eitthvað það mesta og flóknasta spurningaflóð um tilveru mína síðan að ég komst til vits og ára. Mér leið eins og hryðjuverkamanni frá fjarlægum löndum en ekki sögusjúkum sérvitringi frá gamla góða Íslandi.

Vona annars að Magna gangi vel úti, þegar að hann kemst þangað á annað borð. Þetta er harður bransi sem hann heldur í, en hann er eflaust með þau sterku bein sem þarf í þau. Það hefur allavega sést vel af umræðunni um nánustu innviði lífs hans síðustu dagana.

mbl.is Magni án atvinnuleyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband