Skýrslu rannsóknarnefndar frestað

Vissulega eru mikil vonbrigði að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis frestist um nokkrar vikur. Mest er þó um vert að skýrslan verði vönduð og vel úr garði gerð og taki á öllum þáttum málsins. Frestun í örfáar vikur eru smámunir miðað við mikilvægi þess að hún verði traust og afgerandi úttekt á hruninu og eftirmálum þess. Biðin er því merki um vönduð vinnubrögð frekar en eitthvað óeðlilegt sé um að ræða.

Enda er augljóst af ummælum Páls Hreinssonar og Tryggva Gunnarssonar að skýrslan verður svört og mun taka á öllum lykilatriðum málsins. Enginn dregur það í efa að hún verði afgerandi, held að enginn eigi von á kattarþvotti eða útúrsnúningum. Slíkt mun aldrei gera sig í þeirri stöðu sem við blasir og töfin er merki um viðbótarferli sem skiptir máli mun frekar en eitthvað annað.

mbl.is Skýrslan frestast enn lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband