Kolsvört skýrsla rannsóknarnefndar í sjónmáli

Ég hef aldrei efast um að rannsóknarnefnd Alþingis vinni heiðarlega og traust að málum. Orðspor þeirra og trúverðugleiki er jú undir. Hef enga ástæðu til að ætla að vandað fólk leggi sig að veði fyrir vonda skýrslu. Enda kallar þjóðin eftir því að hreinsað verði til og stokkað upp - skýrslan verður að gefa fólki trú á að hún sé upphaf nýrra tíma.

Held að þessi skýrsla verði svartari og meira afgerandi en flestir gera sér grein fyrir. Enda gefa ummæli aðstandenda skýrslunnar fullt tilefni til þess að svo verði. En þetta verður svart, svosem ekki tilefni til annars þegar annað eins hrun hefur sligað heila þjóð.


mbl.is Gráti nær yfir efni skýrslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband