Blóðugur ísbjarnarblús í Þistilfirði

Ég er ánægður með að engin dramatík var vegna ísbjarnarins sem var felldur í Þistilfirði. Aumingjahrollurinn var mikill þegar stjórnmálamenn ætluðu að slá sér upp á birnunni á Skaga sumarið 2008 með tilheyrandi kostnaði og ævintýragangi. Engin þörf var á slíkri leikaramennsku eða tiktúrum að þessu sinni. Heimamenn tóku af skarið fljótt og vel, eins og eðlilegt á að vera.

Eflaust munu sömu aðilar og vildu bjarga ísbjörnunum sumarið 2008 tala um illa meðferð á dýrinu, ekki hafi átt að fella það. Þeir sem þannig tala eiga rétt á að hafa sína skoðun, en ég undrast ekki að heimamenn vilji ljúka málinu fljótt og afdráttarlaust. Engum er greiði gerður með öðrum eins leikaraskap og var t.d. á Skaga sumarið 2008.


mbl.is Búið að skjóta ísbjörninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband