Rétt ákvörðun hjá Ásbirni

Ásbjörn Óttarsson, alþingismaður, tekur rétta ákvörðun með að segja sig úr þingmannanefnd vegna rannsóknarskýrslunnar. Hann hefði betur tekið þessa ákvörðun strax á þriðjudag, sama dag og hann fór í Kastljósið, og tjáði sig um ólöglega arðinn í Nesveri. Staða hans er algjörlega óverjandi.

Ási hefur viðurkennt lögbrot og það kemur ekki til greina að hann setjist í nefnd til að fjalla um efnahagshrunið og viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Algjör fjarstæða - Ásbjörn og forysta flokksins áttu að vita betur en reyna að verja það.

Þessi ákvörðun kemur seint, of seint. Hún var algjörlega óumflýjanleg eins og staðan er. Pólitísk staða Ásbjörns hefur auðvitað veikst mjög. Mér finnst að hann ætti að hugleiða afsögn af Alþingi eða víkja þaðan tímabundið hið minnsta.

mbl.is Segir sig úr þingmannanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband