Samfylkingin situr hjá í samningaviðræðum

Því ber að fagna að fulltrúar stjórnar og stjórnarandstöðu fari til fundahalda við Hollendinga og Breta. Því var ekki farið í svona ferðir fyrir löngu síðan? Vegna þess að það hentaði ekki vinstristjórninni? Er þetta bara vegna þess að hún hefur klúðrað málinu svo feitt og raun ber vitni? Ekki ólíklegt...

Stóru tíðindin eru þau að Samfylkingin, stærsti flokkur þjóðarinnar í þingkosningunum 2009, á engan fulltrúa í þessari ferð. Forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir fer ekki og enginn staðgengill hennar, hvorki Össur, sem hefur verið vanur slíku hlutverki mjög lengi, né varaformaðurinn Dagur. Vandræðalegt...

Samfylkingin ætlar sumsé ekki að skipta sér af þessum samningaviðræðum, treystir Steingrími J. fyrir þessu einfaldlega. Merkileg tíðindi það. Þetta er væntanlega gott dæmi um hversu mikil leiðtogakrísa blasir við Samfylkingunni, nú þegar ljóst er að líður mjög að endalokum stjórnmálaferils Jóhönnu Sigurðardóttur.

Samfylkingin hefur illa staðið undir því hlutverki að vera stærsti flokkur þjóðarinnar... hefur samið gegn hagsmunum þjóðarinnar æ ofan í æ síðustu mánuði til að reyna að halda blautum ESB-draumi sínum á lífi, frekar viljað borga meira en þarf vegna Icesave og ekki viljað vinna hag Íslands sem mestan.

Besta dæmið um vandræðagang Samfylkingarinnar er að hann situr hjá í þessum samningaviðræðum. Hverjum hefði órað fyrir að Davíð Oddsson hefði sent Halldór Ásgrímsson til viðræðna af þessu tagi fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á forsætisráðherraferli sínum. Slíkt hefði aldrei gerst.

Við höfum veikburða forsætisráðherra, sem hefur aldrei staðið undir því verkefni sem henni var falið. Það sést einna best af þessum vandræðagangi. Og Samfylkingin er sumpart þegar orðin leiðtogalaus og er mjög veikburða, stólar bara á Steingrím Jóhann. Pínlegt...

mbl.is Allra augu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband