Isabel Peron handtekin... en látin svo laus

Isabel Peron Isabel Peron, fyrrum forseti Argentínu, sem er 75 ára gömul, var handtekin í Madrid á Spáni í gćrkvöldi. Isabel hefur búiđ á Spáni frá árinu 1981, en hún varđ fyrsti kvenforseti heimsins og sat viđ völd á Argentínu árin 1974-1976, en hún varđ forseti viđ lát eiginmanns síns, hins umdeilda Juan Domingo Peron, sem tvívegis varđ forseti Argentínu, í fyrra skiptiđ viđ hliđ hinnar áhrifamiklu Evitu, eiginkonu sinnar, og síđar viđ hliđ Isabel, en hann var ţá farinn ađ heilsu.

Isabel var látin laus gegn skilyrđum skömmu eftir handtökuna, en yfir henni vofir ađ vera framseld til Argentínu, landsins sem hún dvaldi ađeins í sem ţegn í tćpan áratug, en varđ samt ţjóđhöfđingi ţess. Hún og Peron komu úr útlegđ hans áriđ 1973, ţá hafđi Peron ekki komiđ ţangađ í 18 ár, en honum var steypt af stóli í byltingu áriđ 1955. Hann gerđi Isabel ađ varaforseta sínum. Isabel, sem var nćturklúbbadansmćr í Panama á sjötta áratugnum, er hún kynntist Peron, erfđi svo stjórn landsins er Peron féll frá. Ţađ varđ svo sannarlega brösugt tímabil, sem endađi međ kuldalegum hćtti.

Í stuttum pistli hér í gćr fór ég yfir bakgrunn Isabel og pólitíska sögu ţeirra hjónanna, sem er auđvitađ stórmerkileg ţó seint verđi hún talin glćsileg. Valdatími Isabel, sem auđvitađ var algjörlega óreyndur stjórnmálamađur og hafđi ekki hundsvit á málefnum Argentínu eđa gat ekki veriđ andlit stjórnmálatilveru ţar, var ţyrnum stráđur og ađ ţví kom auđvitađ ađ honum lauk međ hranalegum hćtti. Herinn steypti henni af stóli. Hún var enda vissulega mjög utanveltu stjórnmálamađur og hafđi ţađ ekki til ađ bera sem ţurfti til ađ stjórna landinu, sem eins og fyrr og síđar hefur veriđ mjög hriktandi af hernađarlegum og fjárhagslegum krísum.

Isabel, sem markađi spor í söguna međ forsetaferlinum, vill varla halda aftur til Argentínu. Stjórnvöld ţar vilja ađ hún svari til saka fyrir ađ bera ábyrgđ á mannránum og mannshvörfum ţegar hún var forseti Argentínu á árunum 1974-1976. Hún er nú komin í sömu stöđu og Augusto Pinochet, annar litríkur forystumađur í s-amerískum stjórnmálum undir lok tíunda áratugarins og eftir ţađ; ađ vera á flótta undan réttvísinni. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hver örlög ţessarar hálfáttrćđu konu verđa, fyrsta kvenforsetans í sögu heimsins.

mbl.is Isabel Perón látin laus međ skilyrđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Samkvćmt frétt á vísi hefur Isabel Peron veriđ framseld til Argentínu sem vonandi reynist rétt ţví ţar á hún yfir höfđi sér ákćrur fyrir blóđuga slóđ hćgrimanna eđa dauđasveita fyrrum stjórnvalda. Ég trúi ţví ađ hún verđi dćmd ólíkt óţokkanum Pinochet sem slapp alltaf. Bestu kveđjur,

Hlynur Hallsson, 13.1.2007 kl. 09:44

2 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Isabel var handtekin og fćrđ fyrir dómara í gćr, en hún hefur ekki veriđ framseld. Henni hefur veriđ gert ađ gera grein fyrir sér hjá lögregluyfirvöldum á 15 daga fresti og međ ţví er fylgst ađ hún yfirgefi ekki Spán. Argentínskum yfirvöldum hefur veriđ veittur frestur til ađ skýra nánar mál sitt og leggja fram formleg gögn um ástćđur ákćru og fleiri ţćtti, ef marka má BBC.

Stefán Friđrik Stefánsson, 13.1.2007 kl. 10:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband