Strákarnir okkar vinna bronsið í Vín

Sannkölluð þjóðhátíð er á Íslandi... og ástæða til, eftir að strákarnir okkar unnu bronsið á EM í handbolta. Liðið getur verið stolt af sinni frammistöðu og hefur staðið sig frábærlega vel. Mikil vonbrigði að tapa fyrir Frökkum í gær, en það er karakter og styrkur í þessu liði og bronsið er sannkallaður happdrættisvinningur fyrir þjóðina í þeim erfiðleikum sem blasa við henni. Þetta er þvílíkt búst fyrir þjóðarstoltið.

Landsliðið átti glæsilega frammistöðu á þessu móti. Voru þar bestir með Frökkum og Króötum - geta verið stoltir af því sem þeir hafa verið að gera. Þó alltaf sé súrt að missa af gullverðlaunum er þetta enginn heimsendir, heldur aðeins stórsigur miðað við það sem búast mátti við fyrirfram. Í bronsverðlaununum felast tækifæri í framtíðaruppbyggingu sem vonandi verða nýtt. Nú þarf að styrkja landsliðið enn frekar í uppbyggingu komandi ára. Efniviðurinn er frambærilegur og traustur.

Og við hin sláum upp heilli þjóðhátíð næstu dagana, rétt eins og sumarið 2008 þegar við náðum silfrinu í Peking. Við eigum að fagna ótæpilega þessum árangri, slá upp veislu og traustri gleði. Og það verður fjör þegar strákarnir koma heim. Þeim verður fagnað sem þjóðhetjunum einu og sönnu, enn og aftur. Við erum stolt af þeim.

mbl.is Ísland landaði bronsinu í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband