Forsetinn fyllir upp í pólitískt tómarúm

Enginn vafi leikur á því að forseti Íslands hefur fyllt upp í pólitískt tómarúm á Íslandi með forystu sinni síðustu vikurnar, bæði er hann synjaði Icesave-lögunum og þegar hann tók til við að tala máli Íslands á alþjóðavettvangi í kjölfarið. Forsetinn hefur setið einn að því verkefni, enda hefur vinstristjórnin verið algjörlega máttlaus að öllu leyti, bæði við að verja hagsmuni Íslands og tala máli þjóðarinnar, eða taka á nokkrum þeim verkefnum sem við henni blasa. Þessi vandræðagemlingur er víst ársgamall í dag, hefur ekkert afrekað á heilu ári, er enn að bisa við að klúðra málum.

Vinstrimenn töldu sig eiga hvert bein í forsetanum og hann myndi aldrei þora að leggjast gegn málum þeirra, hugsa öðruvísi eða vinna gegn þeirra málum. Því eru þeir mjög ráðalausir að horfa á Ólaf Ragnar taka forystuna af máttlausri ríkisstjórn þeirra, t.d. á fundinum í Davos. Með framgöngu sinni hefur Ólafur Ragnar styrkt stöðu sína, styrkt stöðu forsetaembættisins enda er augljóst að meirihluti þjóðarinnar hefur viljað að einhver talaði máli Íslands.

Ólafur Ragnar er kamelljón, öll framganga hans síðustu áratugi sannar það svo ekki verður um villst. Hann er nú í hlutverki þess sem ræður för á Íslandi - hann er maðurinn sem fyllti upp í pólitískt tómarúm í glundroðanum sem einkennir íslensk stjórnmál. Vinstriflokkarnir stóðu ekki undir því trausti sem þjóðin veitti þeim í síðustu þingkosningum og horfir í aðrar áttir eftir forystu.

mbl.is „Taktu leikhlé, herra forseti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband