Steingrímur Hermannsson látinn

Steingrímur Hermannsson Við andlát Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, er fallinn í valinn einn litríkasti stjórnmálamaður þjóðarinnar á 20. öld. Hann naut virðingar og stuðnings þjóðarinnar, þó skiptar skoðanir hafi verið um verk hans og pólitíska forystu Framsóknarflokksins gegnum tíðina. Hann ávann sér velvild og virðingu þjóðarinnar með vinnubrögðum sínum og forystu.

Steingrímur Hermannsson var að mínu mati frambærilegasti stjórnmálamaður sinnar kynslóðar, stjórnmálamaður níunda áratugarins án vafa, og ég bar alla tíð mikla virðingu fyrir honum, þó ekki hafi ég alltaf verið sammála honum eða því sem Framsóknarflokkurinn hafði fram að færa í verkstjórn hans.

Ég mat alltaf mjög mikils einlægni hans og hversu traust hann talaði máli íslensku þjóðarinnar. Hann var mannlegur og virðulegur stjórnmálamaður. Ég votta fjölskyldu Steingríms innilega samúð mína.

mbl.is Steingrímur Hermannsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband