Fjórir mánuðir til alþingiskosninga

Alþingi Fjórir mánuðir eru nú til alþingiskosninga. Á mánudag kemur Alþingi saman og hefst þá lokasprettur fundahalda þar á þessu kjörtímabili. Fjöldi þingmanna situr nú sínar síðustu vikur sínar á þingi og kveðja brátt stöðu sína í hinu virðulega þinghúsi við Austurvöll. Margir alþingismenn eru að hætta þátttöku í stjórnmálum og fjöldi þingmanna mun falla í kosningunum ef marka má skoðanakannanir. Það stefnir í mikla uppstokkun.

Kosningabaráttan virðist vera hafin á fullum krafti. Framboðslistar liggja nú fyrir einn af öðrum. Þegar eru fjórir framboðslistar Sjálfstæðisflokksins tilbúnir, en eftir er að samþykkja lista í Norðaustur- og Suðurkjördæmi, en þar verða kjördæmisþing haldin um næstu helgi. Aðrir flokkar eru langt komin með sín framboðsmál. Framsóknarflokkurinn hér í Norðausturkjördæmi ákveður lista sinn í dag og í Suðurkjördæmi skýrast þau mál um næstu helgi er kosið verður á milli Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, og Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns, um leiðtogastól.

Formenn flokkanna eru komnir í kosningaham. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru í fundaferð um landið. Formenn stjórnarflokkanna; Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hafa verið rólegi í tíðinni en samt sem áður verið áberandi í fréttum. Kastljós fjölmiðla hefur verið á Jóni, en hann er eini flokksleiðtoginn í þessum kosningum sem aldrei hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttu áður sem frambjóðandi. Á hann reynir nú mjög. Reyndar er óvissa um leiðtogamál frjálslyndra en þar á eftir að verða landsfundur senn, þar sem kjörin er forysta.

Það stefnir í spennandi kosningar. Ef marka má skoðanakannanir verður þetta fjörleg barátta. Aðalmál þingsins síðustu vikurnar sem þingið starfar á kjörtímabilinu er frumvarp um málefni RÚV. Það verður fróðlegt hvort að stjórnarmeirihlutinn nær því í gegn, en ansi oft hafa breytingar og frestanir sett mark sitt á það.

mbl.is Vorþing hefst á mánudag með umræðum um RÚV ohf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband