Tiktúrur stjarnanna

SmileyHeimur stjarnanna er oft órafjarri okkar sem lifum hið daglega líf með bros á vör oftast nær. Þó að sú tilvera sé oft frekar litlaus er hún samt að ég tel miklu skemmtilegri en gervitilveran sem stjörnurnar lifa í kastljósi fjölmiðla og með paparazzi-hundana á eftir sér alla daga, eins og hrægamma. Það er ekki beint draumatilvera neinnar vitsmunaveru, hreint út sagt

Það er orðið nokkuð langt síðan að ég hef hlegið eins mikið og yfir þessari frétt um væntanlegt brúðkaup Elizabeth Hurley, sem er alþekkt glamúrdama. Ekki er hún mikið í aukabitunum, enda borðar hún ekkert eftir kl. 16.00 á daginn til að passa nú alveg 110% örugglega í brúðarkjólinn sinn. Engin kaloría umfram eftir síðdegið. Það er því eflaust lítið um popp og kók át þar yfir sjónvarpinu á kvöldin og pizzupantanir.

Það er eitthvað svo kaldhæðnislega margt fyndið við þessa tilveru sem stjörnurnar eiga. Það fylgir sögunni að fröken Hurley borði nú aðeins eggjahvítur, grænmeti og gufusoðinn fisk, og smávegis af franskbrauði og fólínsýru til að auka möguleika sína á að verða barnshafandi. Jamm, það er ekki öll vitleysan eins. Ég vona að bloggvinir mínir lifi ekki svona steríleseruðu lífefni og frökenin sem þarf að passa í brúðarkjólinn sinn.

Sem minnir mig á það að ég má alls ekki gleyma því að panta mér pizzu í kvöld, fá mér kók með og borða Nóa kropp svona með til hátíðabrigða. Svo þarf að poppa líka. Mjög gott, enda er klukkan nú officially orðin 16:00. Þessu má ég alls ekki gleyma. :)


mbl.is Elísabet Hurley neitar að borða eftir klukkan 16
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband