Valdimar Leó vill í framboð fyrir frjálslynda

Valdimar Leó Friðriksson Valdimar Leó Friðriksson, alþingismaður, sem sagði skilið við Samfylkinguna í nóvember og er nú óháður þingmaður, hefur nú opinberað áhuga sinn á framboði fyrir Frjálslynda flokkinn í vor og að ganga til liðs við flokkinn. Það eru engin tíðindi svosem í mínum augum, enda skrifaði ég pistil hér að morgni 16. nóvember sl, eða áður en hann sagði sig úr Samfylkingunni og orðrómur fór af stað á fullu, að hann myndi segja skilið við flokkinn og horfði til frjálslyndra. Hann lagði þó er á hólminn kom ekki í að ganga í Frjálslynda flokkinn samhliða úrsögn úr Samfylkingunni.

Ég ítrekaði fyrri skrif í öðrum pistli að kvöldi 16. nóvember og gekk eiginlega lengra í fullyrðingum, eftir að Steingrímur Sævarr Ólafsson hafði staðfest þessar kjaftasögur og líka skrifað um málið. Nokkrir aðilar véfengdu þær heimildir sem ég hafði í fyrri skrifunum, sem bæði voru fengnar frá stjórnmálaáhugamönnum í kraganum og viðtali við Valdimar Leó á Útvarpi Sögu þar sem hann neitaði engu. Þær efasemdarraddir urðu rólegri í seinni skrifunum og gufuðu hægt og rólega algjörlega upp.

Nú hefur Valdimar Leó opinberlega sagst horfa til frjálslyndra, svo að öll voru þessi skrif rétt af minni hálfu. Þar var nákvæmlega engar kjaftasögur rangar eða eitt né neitt ýkt. Einfalt mál það. Væntanlega horfir Valdimar Leó til þess að reyna að fá umboð til að leiða lista frjálslyndra í kraganum, sínu gamla kjördæmi. Það er óvíst hver leiðir listann þar nú, enda engin prófkjör hjá frjálslyndum nú frekar en nokkru sinni áður.

Það verður frekar skondið ef að Valdimar Leó verður kjördæmaleiðtogi af hálfu frjálslyndra í sama kjördæminu og Gunnar Örn Örlygsson leiddi lista árið 2003. Frjálslyndir forystumenn gagnrýndu ekki svo lítið brotthvarf Gunnars úr flokknum. Þá vændu Frjálslyndir Gunnar Örn um svik og reyndu að beita sér fyrir því að Gunnar afsalaði sér þingmennsku sinni þar sem staða mála væri breytt frá kosningunum.

Það er spurning hvort að Frjálslyndir leiði kjörinn þingmann í nafni Samfylkingarinnar til leiðtogasætis í kosningum að vori. Svo segir kjaftasagan. Fróðlegt hvað gerist í þeim efnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Já, var það ekki! Hann hefði bara átt að segja þetta strax. Þetta er svo kjánalegt! Kemu asnalega út.

Sveinn Hjörtur , 13.1.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Stebbi.

Passaðu þig á Gróu gömlu á Leiti en ég sé tilvitnun þína í hana í lok pistils þíns " svo segir kjaftasagan " he he....

 kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.1.2007 kl. 02:15

3 identicon

Við höfum ólíkar skoðanir á fulltrúalýðræði. Minn skilningur á því er sá að kjörinn fulltrúi vinni í umboði sinna kjósenda. Sá alþingismaður sem skiptir um þingflokk á kjörtímabili og gengur til liðs við þann stjórnmálaflokk sem hann fékk umboð til að berjast gegn er að bregðast sínum umbjóðendum. Þetta er afdráttarlaust í mínum huga. Og ef Valdimar L. Friðriksson ætlar að gera þetta fyrir kosningar er hann ekki merkilegur í mínum huga. Gangi hann til liðs við Frj. fl. er það staðfesting á því að áherslur þess flokks hugnist honum og þá væri ekkert við það að athuga þó hann sæktist eftir umboði kjósenda á vegum þeirra yrði honum falið það, en það hef ég hvergi séð nein merki til. En þá yrði hann í vinnu hjá nýjum vinnuveitanda og með umboð frá öðrum hópi og ólíkum. Þetta snýst nefnilega um umboð í öðru tilfellinu en í hinu um umboðssvik. Og það eru afar ólík hugtök. Fyrrum þingflokksfélagar Gunnars Örlygssonar atyrtu hann ekki fyrir að skipta um pólitíska skoðun. En þeir sendu honum kaldar kveðjur fyrir að hafa brugðist umboði sinna kjósenda og gengið fyrir mitt kjörtímabil til liðs við stjórnmálaafl sem hann hafði heitið umbjóðendum sínum að berjast gegn. Á þessu tvennu er reginmunur.

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband