Vandræðalegir eftirmálar vinstri græns prófkjörs

Vandræðagangur og klíkuskapur einkennir eftirmála prófkjörs vinstri grænna í Reykjavík um helgina. Augljóst er að frambjóðendur sátu ekki við sama borð og hliðrað til reglum fyrir vissa aðila eða þá svo illa staðið að umgjörð prófkjörsins að það skilur eftir sig fleiri spurningar en svör. Við bætist að sumir aðilar geta ekki svarað eðlilega fyrir prófkjörið og fara í vandræðalega vörn, sem heldur engu vatni og er algjörlega óskiljanlegt.

Ef þetta er lýðræðisást vinstri grænna í hnotskurn er óþarfi að gefa mikið fyrir það hugtak á þeim bænum. Þegar við bætist að háskólakennari fléttist inn í vandræðalegu vinnubrögðin og sér ekki sóma sinn í að biðjast afsökunar eða allavega beygja af leið er illa komið fyrir viðkomandi. Spurt er ósjálfrátt um sómatilfinningu og heiður þeirra sem í hlut eiga.

Hvað hefði verið sagt ef ónefndur en margfrægur prófessor í stjórnmálafræði sem tengdur er í Sjálfstæðisflokkinn hefði stundað slík vinnubrögð og verið flæktur í prófkjörsvafstur fyrir vini sína með sama hætti? Ekki er greinilega sama hver í hlut á. Ekta vinstri hræsni.

mbl.is Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband