Elín Margrét fellur úr bæjarstjórn

Ein stærstu tíðindi prófkjörs okkar sjálfstæðismanna á Akureyri var að Elín Margrét Hallgrímsdóttir, bæjarfulltrúi, féll niður framboðslistann, hlaut ekki stuðning í efstu sætin. Ella Magga hefur verið virk í flokksstarfinu árum saman, var lengi varaformaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar og kom sterk inn á listann síðast þegar hún varð þriðja.

Í sjálfu sér er staðan þannig að þeir sem tapa slagnum um annað sætið hrapa mjög niður listann. Tveir nýjir frambjóðendur sem börðust um þriðja sætið festa sig á eftir sigurvegaranum í hörðum slag um annað sætið. Vitað mál var að dreifing atkvæða yrði mikil.

Lengi vel taldi ég að sterk staða Ellu í flokkskjarnanum árum saman myndi tryggja hana í sessi ofar en raun ber vitni sama hvernig færi með annað sætið. Eflaust liggja margar og ólíkar aðstæður að baki þessari útkomu. Sjálf hefur hún nefnt nokkrar. Þær eru fleiri.

Eftir þetta prófkjör blasir við að Sigrún Björk ein situr eftir úr topp sex sætum á framboðslistanum 2006. Endurnýjunin er nær algjör og nýr framboðslisti er staðreynd, eftir að Kristján Þór, Doddi og Hjalti Jón ákváðu að hætta.

Ég hef unnið í flokksstarfinu árum saman með Ellu og vil þakka henni fyrir sín verk, þegar þessi skellur er staðreynd. Hún er vinnusöm og dugleg, en svo fór sem fór.

mbl.is Alltaf viss vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband