Njáll Trausti er sigurvegari prófkjörsins

Enginn vafi leikur á að Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri, er stóri sigurvegari prófkjörs okkar sjálfstæðismanna á Akureyri. Hann kemur nýr inn í pólitíkina, nær sætinu sem hann sækist eftir og hefur stimplað sig rækilega inn í bæjarmálin. Hann var með traust og góð mál sem aðalstef sinnar prófkjörsbaráttu og græðir mikið á að vera með traustan rekstur í blóma, sæluhúsin sunnan við sjúkrahúsið sem er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir.

Sjálfur fann ég mjög fyrir því að flokksmenn vildu framkvæmdamann í öruggt sæti og vildu auk þess nýjan mann með ferskar hugmyndir og stokka hópinn upp. Þess vegna ákvað ég allavega að styðja hann í öruggt sæti. Góður árangur bæði hans og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur í fjórða sætið er traust merki þess að flokksmenn vilja stokka upp og yngja upp bæjarfulltrúahópinn, með aðra ásýnd.

Njáll Trausti er fertugur og Anna Guðný er 32 ára, enn ungliði. Síðustu árin hefur Sigrún Björk Jakobsdóttir verið yngsti bæjarfulltrúinn, fædd 1966. Anna Guðný í baráttusætinu, verður væntanlega yngsti bæjarfulltrúinn ef hún nær kjöri, enda verður seint sagt að aðrir flokkar hafi raðað upp fólki undir 35 ára aldri í örugg sæti.

mbl.is Líst vel á listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband